fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
FréttirLeiðari

Hrósið fær Sigríður Andersen

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 16. mars 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ekkert skipti var samt jafn slæmt og kvöldið sem hann reyndi að kyrkja mig. Ég man það eins og það hafi gerst í gær. Hvernig ég barðist á móti, sá brjálæðisglampann í augunum á honum, hélt að þetta væri mitt síðasta. Ég hugsaði til ykkar, að þið yrðuð móðurlausar. Ætli það hafi ekki gefið mér þann fítonskraft sem ég fékk til að losa hann ofan af mér.“

Þetta skrifaði Hildur Þorsteinsdóttir meðal annars í löngu, átakanlegu bréfi til barna sinna eftir að hún hafði flúið Magnús Jónsson, sambýlismann sinn til sautján ára. Hildur kveðst hafa mátt þola skelfilegt, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi af hálfu Magnúsar. Hildur opnaði sig um sambandið í viðtali við DV og vakti saga hennar gríðarlega athygli. Var ánægjulegt að sjá hvernig fjölskylda, vinir og svo lesendur DV, ókunnugt fólk veitti Hildi stuðning sem hefur bætt þó aðeins að litlum hluta upp það ofbeldi sem Hildur hefur orðið fyrir af hálfu kerfisins. Og saga Hildar er ekkert einsdæmi.

Í sögu Hildar kom fram að þrátt fyrir að hafa slitið sambandinu fyrir þremur árum er ekki enn búið að skipta eignum og tókst að tefja málið með aðstoð lögfræðinga. Konur lenda í raun í mannréttindabrotum í svifaseinu kerfi.

Á fimmtudag hitti Þorsteinn Vilhelmsson, faðir Hildar, Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Það er ljóst að Sigríður þarf að láta til sín taka á þessu sviði. Hún fór yfir mál Hildar með Þorsteini og kveðst fjölskyldan treysta því að breytingar verði á kerfinu öllum konum og fjölskyldum til góða. Um lífsspursmál er að ræða, því ekki lifa allar konur ofbeldissambönd af. Og lifi þær af er skaðinn oft gríðarlegur og sálræn lækning tekur sinn tíma. Þá verða börn oft vitni að því þegar pabbi lemur mömmu.

Kerfið hefur brotið á Hildi. Það liggur ljóst fyrir. Það verður aldrei bætt að fullu en Sigríður Andersen fær nú tækifæri til að láta gott af sér leiða og bæta kerfi sem á að lyfta konum en ekki berja þær niður.

Sigríður Andersen fær hrós dagsins fyrir að hlusta á sögu fjölskyldunnar. Það verður fróðlegt að sjá hver hennar næstu skref verða. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að tekin verði rétt ákvörðun og kerfið skoðað, okkur öllum til heilla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skýr merki um brotalamir við skipti dánarbúa þeirra sem eiga enga erfingja – 178 milljónir í ríkissjóð á fimm árum en hvar er eftirlitið?

Skýr merki um brotalamir við skipti dánarbúa þeirra sem eiga enga erfingja – 178 milljónir í ríkissjóð á fimm árum en hvar er eftirlitið?