fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ferskur andblær í verkalýðsbaráttuna

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 9. febrúar 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Merkilegt að í miðju blússandi góðæri þar sem ljúfur ilmur af grilluðu nautakjöti liggur yfir borginni og iitala-kertastjakar hrannast upp í stofugluggum við hliðina á 50 tommu 4K sjónvarpinu sé gróska í verkalýðsmálum. Ég og mín kynslóð höfum aldrei heyrt um Gvend jaka og höfum haft takmarkaðan áhuga á verkalýðsbaráttu og vitum varla um hvað þetta snýst. Líklega má rekja það til þess að verkalýðsforingjar og fótgönguliðar þeirra hafa haldið verkalýðsfélögunum út af fyrir sig og erfitt fyrir almenning að hafa áhrif. En nú blása ferskir vindar og nýtt fólk með mikla réttlætiskennd hefur stigið fram, alþýðufólk sem talar mannamál. Um daginn tók ég meira að segja þátt í spjalli þar sem verkalýðsmál bar á góma, það hefur aldrei gerst áður.

Það eina sem við þekkjum er jákvætt tal um stöðugleika og neikvætt tal um höfrungahlaup. Þeir sem hafa rænu á að sækja um styrk hjá stéttarfélagi sínu eru göldróttir. Það væri forvitnilegt að vita hversu margir á vinnumarkaði vita ekki hvaða stéttarfélagi þeir tilheyra. Þú mætir til vinnu, færð borgað og vonandi launahækkun einn góðan veðurdag.

Sólveig Anna Jónsdóttir, frambjóðandi til formanns Eflingar, er nýjasta dæmið um gróskuna í verkalýðsbaráttunni. Í viðtali við DV segir hún að fólk þurfi að hætta að skammast sín fyrir hvað það fær í laun. Þegar kjararáð afhendi toppunum í þjóðfélaginu margar milljónir í afturvirk laun þá eigi láglaunafólk ekki að skammast sín heldur einfaldlega biðja um slíkt hið sama. Skömmin sé þeirra sem finnst það fráleitt að Gunna leikskólaliði fái sömu krónutöluhækkun og séra Jón.

Það verður vissulega erfitt að ná fram miklum launahækkunum fyrir þá sem hafa lægstu launin og enginn veit hvort Sólveig Anna og hennar fólk fái yfirleitt brautargengi innan Eflingar. Þótt maður taki svona háleitum markmiðum með miklum fyrirvörum þá kemur Sólveig inn sem ferskur andblær í verkalýðsbaráttuna með tal um auðvaldið, arðrán og firringu. Ragnar Þór í VR og Vilhjálmur Birgisson á Akranesi hafa verið beittir en alvöru verkalýðsforingjar eiga að tala mál sem alþýðan skilur.

Ábyrgðartal um verðbólgu og stöðugleika fellur um sjálft sig þegar Sólveig fer að tala um óstöðugleikann sem fylgir því að lifa á lágum launum. Hvað sem manni kann að finnast almennt um róttækan sósíalisma þegar maður er upptekinn við að græða á daginn og bíða eftir almennilegu veðri til að grilla þá eru spennandi tímar framundan í verkalýðsbaráttunni. Stofnanavædda verkalýðshreyfingin, sveitarfélögin, ríkið og atvinnurekendur þurfa að hafa góð svör reiðubúin þegar ómenntaða láglaunafólkið sem getur slökkt á samfélaginu með verkfalli heimtar hækkun sem dugar til að safna fyrir íbúð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð
Fréttir
Í gær

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Furðulegasta atvinnutækifæri Íslands – Hamsturinn fastur í klósettinu og eigandinn ráðþrota

Furðulegasta atvinnutækifæri Íslands – Hamsturinn fastur í klósettinu og eigandinn ráðþrota
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni