fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Vissi að hann myndi deyja

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 23:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Einar Randversson vissi að komið væri að endalokunum þegar honum var vísað úr meðferð á heimili Krýsuvíkursamtakanna. Jón Einar hafði gengið í gegnum erfiðleika en var allur af vilja gerður til að koma lífi sínu á réttan kjöl – og honum gekk vel og framtíðin virtist nokkuð björt. En þá kom höggið. Jóni Einari var vísað úr meðferð fyrir litlar sem engar sakir eins og lesa má í afhjúpandi fréttaskýringu DV í dag um Krýsuvíkursamtökin. „Ég dey í kvöld,“ mun Jón Einar hafa sagt þegar ljóst var að hann þyrfti að yfirgefa meðferðarheimilið þennan örlagaríka dag í október síðastliðnum. Og daginn eftir lést hann vegna of stórs skammts af eiturlyfjum.

Við þessi hörmulegu örlög þessa unga manns bætast við frásagnir af frændhygli, óviðeigandi samskiptum, óttastjórnun, hótunum og meintu kynferðisbroti starfsmanns hjá Krýsuvíkursamtökunum. Það er ljóst að víða er pottur brotinn í starfsemi samtakanna sem fá milljónir úr vösum skattgreiðenda á hverju ári.

Enginn efast um að mörg meðferðar- og áfangaheimili á Íslandi vinna göfugt og nauðsynlegt starf og hafa hjálpað ótalmörgum að fóta sig í lífinu eftir erfiða tíma. Í því samhengi þarf ekki að leita lengra en til Lalla Johns sem fagnar því að fjögur ár eru síðan hann bragðaði síðast áfengi eins og fram kemur í viðtali við hann í DV í dag. Til að gæta allrar sanngirni hafa Krýsuvíkursamtökin að mörgu leyti unnið gott starf, hjálpað fólki og bjargað mannslífum, en einhvers staðar hafa þau villst af leið eins og umfjöllun DV í dag leiðir í ljós.

Þau virðast því miður leynast víða skemmdu eplin sem nýta sér neyð okkar minnstu bræðra eins og ítrekað hefur verið fjallað um á undanförnum árum. Tíu ár eru síðan Byrgismálið kom upp og í kjölfarið kom holskefla af hryllingssögum frá fyrri tíð; má þar nefna Breiðavíkurmálið, Silungapoll og Kumbaravog svo dæmi séu tekin. Þótt þessi mál séu í eðli sínu ólík eiga þau það sammerkt að fólk sem gat illa borið hönd fyrir höfuð sér var beitt einhvers konar ofbeldi.

Ofbeldismenn þrífast best í þögninni sem umlykur óhæfuverkin, slæmu meðferðina og það óeðlilega. Fólk sem leitar sér aðstoðar vegna fíknivanda verður að geta treyst því að tekið sé á móti því með opnum örmum, því sýnd virðing en á sama tíma verður að tryggja að starfsfólk hafi ekki uppi óeðlileg samskipti við skjólstæðinga sem oft standa afar höllum fæti andlega.

Samfélag okkar verður að leggjast á eitt og standa saman gegn ofbeldi og slæmri meðferð. Það er ekkert sem réttlætir það að fólk sem vill leita sér hjálpar – og stendur sig vel – sé beitt einhvers konar órétti, stundum með hörmulegum afleiðingum eins og margt bendir til að hafi átt sér stað í máli Jóns Einars. DV strengdi það áramótaheit á dögunum að vera til staðar fyrir þá sem hafa verið beittir ofbeldi eða öðru óréttlæti og þurfa á rödd að halda. Umfjöllun okkar um Krýsuvíkursamtökin er fyrsta skrefið á þeirri leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

True stelur senunni
Fréttir
Í gær

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“
Fréttir
Í gær

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist
Fréttir
Í gær

Úr boltanum í Biskupsstofu

Úr boltanum í Biskupsstofu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu