fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Sagði að dóttir sín hefði látist í hörmulegu slysi: Lögregla telur að eitthvað annað og meira hafi átt sér stað

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. janúar 2018 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörutíu og þriggja ára faðir í Oklahoma í Bandaríkjunum, Ronald Lee McMullen, gæti átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér.

Ástæðan er sú að hann er grunaður um að hafa banað dóttur sinni, hinni 22 ára gömlu Kailee Jo McMullen, sem lést þann 29. júní á síðasta ári. Óumdeilt er að Kailee lést af völdum skotsárs á höfði, en það hvernig það atvikaðist virðist ekki liggja ljóst fyrir.

Ronald sagði lögreglu, eftir slysið, að dóttir hans hefði verið að handleika skammbyssu þegar slysið varð. Skot hafi hlaupið úr byssunni þegar hann reyndi að taka hana af dóttur sinni.

Lögregla rannsakaði málið hins vegar í þaula og segir Brian Franks, rannsóknarlögreglumaður sem fór fyrir rannsókn málsins, að ýmislegt bendi til þess að skotvopnið hafi verið talsvert frá höfði Kailee þegar skot hljóp úr því, eða 45 sentímetra. Það bendi til þess að einhver annar, Ronald að öllum líkindum, hafi haldið á byssunni þegar skot hljóp úr henni.

Lögregla komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa rannsakað dreifingu á örlitlum púðurögnum sem koma þegar skoti er hleypt af byssu.

Ronald hafði sjálfur samband við neyðarlínuna eftir atvikið en það vakti athygli lögreglu, þegar hún kom á vettvang, að hann hafði reynt að þrífa blóð sem var við lík dóttur hans.

Kailee, sem var 22 ára sem fyrr segir, starfaði sem bráðatæknir. Í frétt The Oklahoman kemur fram að Kailee hafi sakað föður sinn um kynferðisbrot gegn sér þegar hún var yngri. Skömmu áður en hún lést hafi hún sagt að hann hefði misnotað hana nýlega. Aldrei kom þó til þess að hann væri ákærður. Útilokar lögregla þó ekki að tengsl hafi verið á milli dauða hennar og ásakana hennar gegn föður sínum.

Dómstóll í Oklahoma komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að saksóknarar hefðu næg gögn í höndunum til að réttarhöld geti farið fram. Verði Ronald fundinn sekur á hann lífstíðarfangelsi yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja hjá WOW air: „Veröld mín hrundi“

Flugfreyja hjá WOW air: „Veröld mín hrundi“