fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
FréttirLeiðari

„Þetta er nú meiri helv… fávitinn“

Um nauðsyn fávita í félagslegu vistkerfi mannsins

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 5. janúar 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef komist að því að fávitar eru mjög nauðsynlegir félagslegu vistkerfi mannsins.

Fávita skilgreini ég sem manneskju sem hefur gerólíkar skoðanir mínum. Svo ólíkar að ég verð bara pínu brjáluð inni í mér og hugsa: „Þetta er nú meiri helv… fávitinn“.

Stundum segi ég þetta meira að segja upphátt – þó það sé afar sjaldan.

Um daginn las ég pistil eftir mann sem mér fannst algjör fáviti. Skoðanir hans og hugmyndir þóttu mér svo fráleitar að ég fann mig knúna til að skrifa status um það á Facebook, með hlekk á pistilinn hans.

Í þessum status kallaði ég manninn fávita og það alveg með ofsalega góðri samvisku. Orðið fáviti sveif af vörum mér eins og fersk morgungola. Eins og Ajax-leiftur. Eins og kirsuberjablóm.

Ég er handviss um að umræddur maður móðgaði bæði og særði fjölda fólks með því sem hann skrifaði, og vonandi móðgaði ég hann á móti með því að kalla hann fávita, en um leið fannst mér hressandi að uppnefna hann þetta. Alveg umbúðalaust. Í samfélagi þar sem öllu – meira að segja tómötum og kartöflum, er vandlega pakkað í umbúðir.

Eftir að ég náði mér niður úr adrenalínrúsinu, sem þessum djarfa status mínum fylgdi, hugsaði ég hvað málfrjálsir fávitar eru samt nauðsynlegir okkar félagslega vistkerfi. Þeir móðga okkur kannski stundum, og ögra, en það er sannarlega blessun að þjóðfélagsþegnar vorir megi tjá hvaða rugl sem þeim dettur í hug með pistlum, bloggi, bókum, statusum, blaðagreinum og jafnvel graffití á klósettveggjum skemmtistaða án þess að eiga á hættu að lenda í fangelsi, vera pyntaðir eða jafnvel myrtir. Sá er nefnilega raunveruleiki allt of margra jarðarbúa.

Vissulega geta fávitarnir móðgað okkur en athugaðu að fávitar skerpa líka á skoðunum þeirra sem eru ósammála þeim og hvetja jafnvel fólk til umhugsunar um hluti sem það hefði annars aldrei pælt í.

Ögrun er góð. Áfram fávitar!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala