fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kynsvall í Kísildalnum: Ný bók varpar ljósi á skuggaleg leyndarmál toppanna í Silicon Valley

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar næstkomandi kemur út athyglisverð bók eftir blaðakonuna Emily Chang. Í bókinni, sem ber heitið Brotopia, varpar hún ljósi á þann karlaheim sem einkennir Kísildalinn svokallaða í Kaliforníu en þar eru samankomin mörg af fremstu hátæknifyrirtækjum heims.

Nýlega birtist kafli úr bókinni á vef Vanity Fair og í honum má meðal annars lesa um kynlífsveislur sem starfsmenn sumra þessara fyrirtækja halda. Í sumum veislunum eru fíkniefni jafnframt á boðstólnum, einna helst eiturlyf á borð við MDMA.

Við vinnslu bókarinnar leitaði Emily upplýsinga hjá fjölmörgum starfsmönnum þessara fyrirtækja, bæði körlum og konum. Í kaflanum sem Vanity Fair birti kemur fram að sumir karlanna virðist stoltir af þessum veislum og þeim lifnaðarhætti sem þeir lifa. Þeir séu að bjóða norminu byrginn, ef svo má segja, rétt eins og þeir gera í vinnunni í hátæknigeiranum.

Tekið er fram í greininni að áfengi og eiturlyf séu bönnuð í sumum kynlífsveislunum. Veislurnar fari ekki beint hátt, fólk verði að hafa boðsmiða og þeir sem skipuleggi veislurnar sjái til þess að fleiri konur en karlar séu í þeim. Í bókinni segir hún að nokkrir þekktir einstaklingar stundi þessar veislur, en nefnir þó engin nöfn.

„Þessar kynlífsveislur eru svo algengar að þær eru hreint ekki litnar hornauga í geiranum. Þetta er í raun lífsstíll,“ segir Emily í bókinni.

Einnig er bent á það að konur í geiranum neyðist sumar hverjar til að taka þátt, að öðrum kosti eigi þær á hættu að missa af viðskiptatækifærum eða atvinnu. „Fólk ræðir viðskipti í þessum veislum. Þarna eru teknar ákvarðanir,“ segir ein kona, frumkvöðull, í bókinni en hún ákvað að flytja frá Kísildalnum til New York þar sem hún gat ekki hugsað sér að starfa í þessu umhverfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Miðflokksmenn ræddu þriðja orkupakkann í alla nótt

Miðflokksmenn ræddu þriðja orkupakkann í alla nótt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hafa enn ekki fengið WOW air ferðina endurgreidda frá Netgíró – „Þeir upplýsa engan um neitt“

Hafa enn ekki fengið WOW air ferðina endurgreidda frá Netgíró – „Þeir upplýsa engan um neitt“
Fréttir
Í gær

Gífurleg umferðarteppa núna: „Ég er búin að vera föst á Suðurlandsbraut í klukkutíma“

Gífurleg umferðarteppa núna: „Ég er búin að vera föst á Suðurlandsbraut í klukkutíma“
Fréttir
Í gær

Bogi lagði svartagaldur á starfsmenn Íslandsbanka – „Skrifaði nöfn allra gerenda á blaðið með blóðblöndunni“

Bogi lagði svartagaldur á starfsmenn Íslandsbanka – „Skrifaði nöfn allra gerenda á blaðið með blóðblöndunni“
Fréttir
Í gær

Halldór segir hótanir Eflingar og ASÍ innistæðulausar: „Svona sjónarspil hjálpar engum“

Halldór segir hótanir Eflingar og ASÍ innistæðulausar: „Svona sjónarspil hjálpar engum“
Fréttir
Í gær

Forstjóri Sýnar botnar ekkert í RÚV: „Kostulegt og kannski efni í áramótaskaup ef út í það er hugsað“

Forstjóri Sýnar botnar ekkert í RÚV: „Kostulegt og kannski efni í áramótaskaup ef út í það er hugsað“
Fréttir
Í gær

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra
Fréttir
Í gær

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur