fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Hátt fall bauna

Fréttir

Hefur átt næturstað á Keflavíkurflugvelli í 5 mánuði: „Óboðlegt að maðurinn hafi í engin önnur hús að venda en flugstöðina“

„Það er ekkert ónæði af manninum“ – Hafnaði boði um flugmiða frá starfsmönnum ISAVIA

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 13:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brottfararsalur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar gengur undir nafninu „Hótel FLE“ meðal starfsmanna. Ástæðan er sú að á hverri nóttu eru allt að þrír tugir einstaklinga sem hafa þar næturgistingu. Flestir eru að spara sér rándýra hótelgistingu síðustu nóttina fyrir brottför heim til sín en það á þó ekki við um alla. Pólskur maður hefur haft þar næturgistingu í rúma fimm mánuði. „Það er ekkert ónæði af manninum, hann er ekki í neinni neyslu og því hefur hann fengið að sofa þarna óáreittur. Þetta ástand getur samt ekki varað til lengdar,“ segir umhyggjusamur starfsmaður sem undrast aðgerðarleysi félagsmálayfirvalda.

Starfsmenn buðust til að borga flugmiða

„Hann byrjaði að venja komur sínar hingað fyrir rúmlega fimm mánuðum. Hann kemur inn í brottfararsalinn um klukkan tíu flest kvöld, kemur sér fyrir á afviknum stað og leggst til svefns. Það kemur fyrir að hann missi úr eina og eina nótt en þær eru sárafáar,“ segir starfsmaðurinn, sem vill ekki láta nafns síns getið. Að hans sögn er ekki óvanalegt að farþegar leggist til svefns inni í brottfararsalnum og því hafi starfsmenn ekki veitt manninum sérstaka athygli fyrr en hann hafði gist í talsverðan tíma í salnum.

„Það eru allir sem vinna þarna meðvitaðir um stöðu þessa manns. Það hefur enginn séð ástæðu til þess að stugga við honum því það er ekkert ónæði af veru hans þarna. Þá buðust allnokkrir starfsmenn til þess að leggja saman í púkk fyrir flugmiða handa honum til Póllands en hann afþakkaði boðið. Hann sagði einfaldlega að þetta líf hérna á Íslandi væri betra en það sem væri í boði þar ytra. Það er auðvitað mjög dapurlegt,“ segir starfsmaðurinn.

Starfsmenn Isavia hafa verið í þó nokkrum samskiptum við manninn, sem að sögn heimildarmannsins glímir við andleg veikindi. „Það litla sem við vitum um sögu hans er að hann kom hingað til að vinna í byggingariðnaði á vegum starfsmannaleigu og fékk húsnæði að Ásbrú,“ segir starfsmaðurinn. Að hans sögn hafi maðurinn að lokum misst vinnuna og síðar húsnæðið. „Hann fær einhvers konar framfærslu eða bætur frá hinu opinbera þannig að hann sveltur ekki. En það er að sjálfsögðu óboðlegt að maðurinn hafi í engin önnur hús að venda en flugstöðina. Félagsmálayfirvöld verða að grípa inn í,“ segir starfsmaðurinn.

Félagsmálayfirvöldum gert viðvart

DV hafði samband við Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúa Isavia. Að hans sögn getur fyrirtækið ekki tjáð sig um einstaka mál en ef að upplýsingar berist um að fólk haldi til í lengri eða skemmri tíma í innritunar- eða komusal flugvallarins þá sé félagsmálayfirvöldum sveitarfélaga gert viðvart. „Keflavíkurflugvöllur er opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins. Fólki er að sjálfsögðu frjálst að koma þangað en það er rétt að taka fram að flugstöðin er ekki dvalarstaður,“ segir Guðjón. Hann segir vissulega rétt að dæmi séu um að fólk hafi dvalið yfir nótt í innritunar- og komusal flugvallarins. „Isavia gerir ekki athugasemdir ef fólk sem á bókað flug snemma morguns kemur snemma í innritunar- og komusal og er þar yfir nótt,“ segir Guðjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Búseti hækkar leiguna um fimm prósent: Segja hækkunina nauðsynlega til að tryggja örugga leigu til framtíðar

Búseti hækkar leiguna um fimm prósent: Segja hækkunina nauðsynlega til að tryggja örugga leigu til framtíðar
Fréttir
Í gær

Dóttir Berglindar sárþjáð: Þurfti að keyra alla leið til Reykjavíkur eftir verkjalyfi – Hélt fyrir eyrun og grét

Dóttir Berglindar sárþjáð: Þurfti að keyra alla leið til Reykjavíkur eftir verkjalyfi – Hélt fyrir eyrun og grét
Fréttir
Í gær

Sölvi segir helför í gangi gegn húsdýrum: „Erum um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm“

Sölvi segir helför í gangi gegn húsdýrum: „Erum um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm“
Fréttir
Í gær

Kristín kom að Brynjari látnum: „Ég var með einhverja ónotatilfinningu“

Kristín kom að Brynjari látnum: „Ég var með einhverja ónotatilfinningu“
Fréttir
Í gær

Innbrotsþjófur gripinn glóðvolgur á kaffihúsi í miðborginni

Innbrotsþjófur gripinn glóðvolgur á kaffihúsi í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stal kjöti frá sendli

Stal kjöti frá sendli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla lagði hald á mikið magn kannabis og amfetamíns

Lögregla lagði hald á mikið magn kannabis og amfetamíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“