fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Hátt fall bauna

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Fjórir seinheppnir fíkniefnasmyglarar gómaðir eftir að amfetamínbasinn lak úr bílnum í Norrænu

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir pólskir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en þeim er gefið að sök að hafa flutt til Íslands samtals ríflega fimm lítra af amfetamínbasa. Mennirnir földu amfetamínbasann í styrktarbita fremst í Audi A6 bifreið sem þeir fluttu til landsins með Norrænu. Athygli vekur að samkvæmt ákæru lak meirihluti amfetamínbasans úr Audi bifreiðinni í Norrænu.

Í ákæru gegn mönnum fjórum kemur fram að þeir hafi ætlað sér að flytja samtals 5.240 ml. af vökva sem innihélt amfetamínbasa frá Póllandi til Ísland í ágúst. Úr slíku magni mætti líklega framleiða 30 til 60 kíló af amfetamíndufti. Við komu til Íslands var þó einungis um 1.328 millílítrar eftir að þeim vökva þar sem 3.912 millílítrar láku úr Audi bifreiðinni á leiðinni frá Danmörku til Reykjavíkur. Ekki er tekið fram að lekinn hafi komið upp um þá í ákæru en þegar greint var frá málinu í sumar þá var tekið fram að lögregla fylgdist með bílnum eftir komu til landsins með Norrænu.

Einn mannanna var ákærður fyrir að hafa flutt fíkniefnin til landsins, Krzysztof nokkur. Hann er sagður hafa ekið bifreiðinni frá Póllandi, með viðkomu í Þýskalandi, til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu sem kom til Seyðisfjarðar að morgni fimmtudagsins 24. ágúst og þaðan áfram norðurleiðina, uns hann kom til Reykjavíkur að kvöldi sama dags.

Hann mælti sér mót við hina Pólverjanna þrjá; Robert, Arkadiusz og Mateusz, við bifreiðastæði við Hótel Nordica. Tveir þeirra, Robert og Arkadiusz, höfðu komið til landsins þann sama dag. Þeir fóru því næst á gistiheimili við Bergstaðarstræti þar sem þeir lögðu bílnum yfir nóttina. Daginn eftir óku ákærðu Robert og Arkadiusz bílnum frá Bergstaðastræti að bílskúr við Skipholt í Reykjavík þar sem fyrirhugað var að fjarlægja fíkniefnin úr Audi bifreiðinni en þar voru ákærðu handteknir ásamt meðákærða Mateusz sem var á gangi skammt frá fyrrnefndum bílskúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Búseti hækkar leiguna um fimm prósent: Segja hækkunina nauðsynlega til að tryggja örugga leigu til framtíðar

Búseti hækkar leiguna um fimm prósent: Segja hækkunina nauðsynlega til að tryggja örugga leigu til framtíðar
Fréttir
Í gær

Dóttir Berglindar sárþjáð: Þurfti að keyra alla leið til Reykjavíkur eftir verkjalyfi – Hélt fyrir eyrun og grét

Dóttir Berglindar sárþjáð: Þurfti að keyra alla leið til Reykjavíkur eftir verkjalyfi – Hélt fyrir eyrun og grét
Fréttir
Í gær

Sölvi segir helför í gangi gegn húsdýrum: „Erum um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm“

Sölvi segir helför í gangi gegn húsdýrum: „Erum um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm“
Fréttir
Í gær

Kristín kom að Brynjari látnum: „Ég var með einhverja ónotatilfinningu“

Kristín kom að Brynjari látnum: „Ég var með einhverja ónotatilfinningu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innbrotsþjófur gripinn glóðvolgur á kaffihúsi í miðborginni

Innbrotsþjófur gripinn glóðvolgur á kaffihúsi í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stal kjöti frá sendli

Stal kjöti frá sendli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla lagði hald á mikið magn kannabis og amfetamíns

Lögregla lagði hald á mikið magn kannabis og amfetamíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“