fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Dularfullt hvarf danskrar konu

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert hefur spurst til hinnar 45 ára gömlu Dorte Larsen síðan föstudaginn 29. desember síðastliðinn. Dorte, sem búsett er í Kastrup, skildi eftir miða en á honum stóð að hún ætlaði að fara út í göngutúr.

Dorte, sem er þriggja barna móðir, sagði einnig á miðanum að hún þyrfti ekki að nota bílinn næstu klukkustundirnar. Hvað gerðist síðan virðist enginn vita en Dorte sést á eftirlitsmyndavélum skammt frá heimili sínu klukkan 10.23 á föstudag.

Þegar nokkrar klukkustundir voru liðnar höfðu aðstandendur hennar samband við lögreglu sem brást skjótt við og sendi leitarhóp með sporhunda til leitar. Nú, fjórum dögum síðar, stendur leit enn yfir.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Dorte hafi átt við andleg veikindi að stríða þó eiginmaður hennar til 25 ára, Claus Larsen, segi að ekkert hafi bent til þess að hún myndi láta sig hverfa.

Aðstandendur Dorte hafa hvatt fólk og fyrirtæki í nágrenninu um að kanna nánasta umhverfi sitt og huga að eftirlitsmyndavélum í þeirri von að finna hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bjarni og Inga nokkuð sammála um að kostnaður við árshátíð Landsvirkjunar hafi verið verulegur

Bjarni og Inga nokkuð sammála um að kostnaður við árshátíð Landsvirkjunar hafi verið verulegur
Fréttir
Í gær

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu