Laugardagur 27.febrúar 2021
Fréttir

Arndís sóknarprestur gefur í skyn að Haniye sé gift föður sínum

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 12. september 2017 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arndís Ósk Hauksdóttir, íslenskur sóknarprestur í Steinkjer í Þrændalögum í Noregi, spyr á Facebook hvort hin 11 ára Haniye Maleki sé ekki dóttir Abrahim Maleki heldur eiginkona hans. „Feðgin? Hjón?,“ skrifar Arndís í athugasemd við færslu hjá Hildi Hrönn Hreiðarsdóttur, sem situr í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar. Arndís hefur áður gefið þetta sama skyn en í athugasemd hjá sömu konu í upphafi júní skrifaði hún: „Eru þetta hjón?“

Útlendingastofnun hefur úrskurðað að afgönsku feðginunum verði vísað úr landi þann 14. september næstkomandi. Feðginin muni fara í lögreglufylgd á flugvöllinn og verða þaðan send til Þýskalands. Fjöldi manns hefur gagnrýnt þessa ákvörðun og hafa mótmæli verið boðuð í dag vegna málsins. Tæplega áttatíu prósent þátttakenda í könnun DV töldu það ætti að veita Haniye íslenskan ríkisborgararétt. En Samfylkingin ætlar að leggja fram frumvarp og freista þess að þeim verði veittur ríkisborgararéttur.

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson vekur athygli á ummælum sóknarprestsins á Stjórnmálaspjallinu. „Hérna er fyrrverandi íslenskur prestur að halda því fram að 11 ára Haniye Maleki og faðir hennar séu hjón. Er umræðan í alvörunni komin á þetta stig? Er hatrið svona mikið að fólk sem starfaði sem prestur er byrjað að segja svona hluti?,“ skrifar Bjartmar. Arndís var í öðru sæti á lista Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningum í haust.

Í desember þurfti biskupinn í Niðarósi í Þrændalögum í Noregi að biðjast afsökunnar á því að séra Arndís Ósk hafi tekið þátt sem meðlimur á hópum á norskum Facebook-síðum þar sem íslam er gagnrýnt. Málið vakti talsverða athygli í Noregi.

Fyrrnefnd Hildur Hrönn skrifaði síðastliðinn föstudag á Facebook-síðu sína að hún styddi eindregið þá ákvörðun að Sigríðar Andersen að endurskoða ekki brottvísun Haniye og Abrahim. „Gott hjá Dómsmálaráðherra að standa í lappirnar og láta ekki einhvern þrýstihóp-samúðarhræsnara hafa áhrif á sig. Ég styð Dómsmálaráðherra 100%,“ skrifaði Hildur Hrönn. Þessa færslu lækuðu ríflega fjörtíu manns en þar á meðal voru Arndís, Gústaf Níelsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Ólafur F. Magnússon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppfært: Lögreglan telur sig vita hver hótaði sprengjunni í Menntaskólanum við Hamrahlíð

Uppfært: Lögreglan telur sig vita hver hótaði sprengjunni í Menntaskólanum við Hamrahlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll Einarsson segir að fólk þurfi að vera við öllu búið

Páll Einarsson segir að fólk þurfi að vera við öllu búið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vanessa skelfingu lostin í jarðskjálftunum í morgun – Hljóp með börnin út úr húsi

Vanessa skelfingu lostin í jarðskjálftunum í morgun – Hljóp með börnin út úr húsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þung gagnrýni á lögreglu eftir að hópferðabílstjóri var sýknaður – „Horfa inn í bíl þar sem eru kínverskir túristar og draga ályktanir“

Þung gagnrýni á lögreglu eftir að hópferðabílstjóri var sýknaður – „Horfa inn í bíl þar sem eru kínverskir túristar og draga ályktanir“