fbpx
Þriðjudagur 17.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Áhyggjufullir foreldrar tóku sex ára son sinn úr skóla – Telja að heilsu hans sé ógnað vegna transbarns

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. september 2017 06:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börnin eru neydd til að láta sem hann sé ekki strákur. Þetta segja foreldrar sex ára drengs sem hefur verið tekinn úr skóla því foreldrar hans segja að heilsu hans sé ógnað vegna samnemanda hans sem er transbarn.

Foreldrarnir, Nigel og Sally Rowe, búa í Englandi og eru kristinnar trúar. Sonur þeirra stundaði nám við kristinn einskaskóla á Isle of Wright þar sem fjölskyldan býr. Þau segja að það sé ekki eðlilegt að sonur þeirra hafi komið heim úr skóla og verið ringlaður vegna samnemanda sem hafi komið í skólann í stelpufötum dag einn en í strákafötum næsta daga.

„Barnið okkar kom heim úr skóla dag einn og sagði: „Pabbi, ég er ringlaður.“

Þetta var að sögn vegna fyrrgreinds samnemanda. Rowe-hjónin ræddu málið við stjórnendur skólans og fengu þar að vita að „ef barn vill þetta, neyðumst við til að samþykkja það“.

Roew-hjónin eru ekki alveg sátt við þetta og telja að bera þurfi svona mál undir alla foreldrana fyrst. Þau eru einnig ósátt við að sonur þeirra eigi skammir yfir höfði sér ef hann notar „vitlaust“ kyn þegar hann talar um umrætt barn.

„Við vitum að þetta er drengur en þau eru neydd til að láta eins og hann sé ekki drengur heldur stúlka. Það er erfitt fyrir þau að skilja þetta.“

Hefur BBC eftir Sally Rowe.

Fyrir tveimur árum tóku hjónin eldri son sinn úr sama skóla af sömu ástæðu en í bekk með honum var transbarn. Hjónin íhuga nú að fara í mál við skólann.

„Mér er brugðið yfir að gefið sé í skyn, sérstaklega af kristnum skóla, að við séum með fordóma gagnvart transfólki af því að við setjum spurningarmerki við að sex ára drengur geti orðið stúlka.“

Hefur BBC eftir Sally Rowe. Sky-fréttastofan hefur eftir henni að þeim finnist þeim vera mismunað af því að þau hafi kristileg gildi að leiðarljósi í lífinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netþrjótar kúga Íslendinga með klámi – Sjálfsfróun notuð í svikamyllunni

Netþrjótar kúga Íslendinga með klámi – Sjálfsfróun notuð í svikamyllunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rán í miðborginni upplýst

Rán í miðborginni upplýst