fbpx
Föstudagur 24.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Árásarmaðurinn í Finnlandi nafngreindur: Talinn hafa átt vitorðsmenn

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 21. ágúst 2017 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem stakk tvær konur til bana í borginni Turku á föstudag heitir Abderrahman Mechkah og er átján ára. Hann var búsettur í miðstöð fyrir flóttamenn í borginni og hafði sótt um hæli í Finnlandi eftir að hafa komið frá Marokkó.

Frá þessu greinir finnska ríkisútvarpið, YLE. Hann mun svara til saka fyrir finnskum dómstólum á morgun en hann dvelur nú á sjúkrahúsi eftir að hafa verið skotinn af lögreglu. Mechkah lagði til fólksins með hnífi en auk þess að bana tveimur konum særði hann átta til viðbótar.

Fjórir aðrir Marokkóar eru grunaðir um aðild að árásinni en þeir neita sök, að sögn lögreglu. Þá hefur alþjóðleg handtökuskipun verið gefin út á hendur fimmta manninum sem grunaður er um aðild að málinu. Lögregla telur að um skipulagða hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.

Í gær voru fjögur fórnarlömb mannsins enn á sjúkrahúsi, þar af þrjú á gjörgæsludeild. Ástand þeirra er sagt stöðugt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Þjófur lét til skarar skríða á hóteli í Reykjavík – Afdrifarík mistök gætu komið upp um hann

Þjófur lét til skarar skríða á hóteli í Reykjavík – Afdrifarík mistök gætu komið upp um hann
Fréttir
Í gær

Það gæti snjóað um helgina: „Þetta er dæmigert vorhret“

Það gæti snjóað um helgina: „Þetta er dæmigert vorhret“
Fréttir
Í gær

Klaustursupptakan ólögleg og Bára þarf að eyða henni

Klaustursupptakan ólögleg og Bára þarf að eyða henni
Fréttir
Í gær

Eyþór ánægður með Ara: „Við töldum þetta vera búið þegar hann bað hana afsökunar“ – Hrasaði Birna?

Eyþór ánægður með Ara: „Við töldum þetta vera búið þegar hann bað hana afsökunar“ – Hrasaði Birna?