fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Lést tveimur árum eftir að kærastinn kveikti í henni

Hann hlaut ellefu ára fangelsisdóm – Saksóknarar ætla að ákæra aftur

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júní 2017 15:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Judy Malonowski, 33 ára tveggja barna móðir frá Ohio í Bandaríkjunum er látin, tveimur árum eftir að kærasti hennar, Michael Slager, hellti yfir hana bensíni og bar eld að.

DV fjallaði um málið í desember í fyrra en umfjöllunin var unnin upp úr viðtali sem hún veitti bandarískum fjölmiðlum vegna málsins. Hún sagðist stíga fram í þeim tilgangi að hvetja fórnarlömb heimilisofbeldis til að leita eftir aðstoð áður en það er um seinan.

Sjá einnig:
„Ég vissi ekki að mannskepnan gæti verið svona vond“

Höfðu rifist heiftarlega

Atvikið sem um ræðir átti sér stað að kvöldi 2. ágúst 2015 en fyrr um kvöldið höfðu hún og Michael rifist heiftarlega. Þau enduðu með því að hann hellti yfir hana bensíni og kveikti í. „Ég vissi ekki að mannskepnan gæti verið svona vond. Hann stóð bara þarna og gerði ekkert,“ sagði hún í viðtalinu á sínum tíma.

„Á meðan hann fékk ellefu ára fangelsi, fengu mamma mín, systir mín og ég lífstíðardóm.“

Michael neitaði því að hafa kveikt í henni viljandi. Sagðist hann hafa verið að kveikja sér í sígarettu þegar eldurinn barst í Judy. Skýringar hans voru ekki teknar trúanlegar, en svo fór að Michael var dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir voðaverkið. Bonny Bowes, móðir Judy, var þeirrar skoðunar – eins og eflaust margir – að hann hefði sloppið vel og ætti ekkert annað en lífstíðarfangelsi skilið.

Þess skal getið að saksóknarar undirbúa nú aðra ákæru vegna dauða Judy og ætla að fara fram á að Michael hljóti þyngri dóm í ljósi þess að Judy er nú látin af völdum þeirra meiðsla sem hún hlaut.

Ánetjaðist fíkniefnum og sigraðist á krabbameini

Óhætt er að segja að líf Judy hafi ekki verið neinn dans á rósum. Hún ánetjaðist sterkum eiturlyfjum um tíma en sigraðist á þeirri fíkn. Þá hafði hún unnið baráttu gegn krabbameini áður en að kvöldinu örlagaríka kom í ágúst 2015.

Eins og sést á meðfylgjandi mynd hlaut Judy mjög alvarleg brunasár sem þöktu stóran hluta líkama hennar. Hún missti til að mynda fingur, bæði eyru og þurfti hún á fjölmörgum aðgerðum að halda. Læknar höfðu varað við því að líkur væru á að meiðslin myndu draga hana til dauða eins og raunin varð.

Breyta löggjöfinni

Í janúar síðastliðnum, þegar ljóst var í hvað stefndi, var vitnisburður hennar tekinn upp og getur hann nýst þegar málið gegn Michael fer aftur fyrir dóm.

Kaylyn, elsta dóttir Judy, kom fyrir þingnefnd á dögunum þar sem hún lýsti yfir þörfinni á að breyta lögunum.
Kom fyrir þingnefnd Kaylyn, elsta dóttir Judy, kom fyrir þingnefnd á dögunum þar sem hún lýsti yfir þörfinni á að breyta lögunum.

Mikil reiði greip um sig þegar dómur yfir Michael féll og hafa þingmenn og aðrir hátt settir embættismenn í Ohio nú hafið vinnu við að breyta löggjöfinni með það að marki að herða refsingar þegar eldur er borinn að fólki, líkt og í tilviki Judy. Á það einkum við þegar fórnarlömb verða fyrir miklum og óafturkræfum skaða. Ekki er búist við öðru en að lagabreytingin nái fram að ganga og á dögunum kom elsta dóttir Judy, hin þrettán ára gamla Kaylyn, fyrir þingnefnd þar sem hún lýsti yfir þörfinni á að breyta lögunum.

„Á meðan hann fékk ellefu ára fangelsi, fengu mamma mín, systir mín og ég lífstíðardóm.“

Hér að neðan má sjá umfjöllunina sem WSYX-sjónvarpsstöðin gerði í fyrra um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga