fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Arnaldur Indriðason fékk Blóðdropann árið 2017

Getur skákað heimsþekktum rithöfundum –12 milljónir seldar

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 23. júní 2017 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 22. júní var Blóðdropinn, íslensku glæpasagnaverðlaunin veitt í ellefta sinn. Það er Hið íslenska glæpafélag sem veitir verðlaunin. Sigurvegarinn er Arnaldur Indriðason fyrir bók sína Petsamo sem kom út hjá Forlaginu árið 2016. Þetta er í annað skiptið sem Arnaldur hlýtur verðlaunin.

Petsamo er þriðja bók Arnaldar í seríunni um lögreglumennina Flóvent og Thorsson. Hinar eru Skuggasund (2013) og Þýska húsið (2015). Sagan gerist árið 1943 í Reykjavík og fjallar um atburði sem gerast eftir að lík rekur á fjörur í Nauthólsvík.

Getur skákað heimsfrægum rithöfundum

Í fyrsta sinn var tilnefnt til verðlaunanna, en áður voru allar íslenskar glæpasögur gjaldgengar. Auk Arnalds hlutu eftirfarandi rithöfundar tilnefningu: Jónína Leósdóttir (Konan í blokkinni), Lilja Sigurðardóttir (Netið), Ragnar Jónasson (Drungi) og Yrsa Sigurðardóttir (Aflausn).

Sú glæpasaga sem hlýtur Blóðdropann er sjálfkrafa einnig tilnefnd til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna. Arnaldur hefur tvisvar unnið þau verðlaun, árin 2002 (Mýrin) og 2003 (Grafarþögn). Auk hans hafa heimsþekktir rithöfundar á borð við Stieg Larsson, Jo Nesbö, Henning Mankell og Jussi Adler-Olsen hlotið verðlaunin. Ef Arnaldur vinnur verður hann sigursælasti rithöfundur Glerlykilsins.

Arnaldur er í dag vinsælasti rithöfundur Íslands. Hann hefur skrifað 20 glæpasögur á jafnmörgum árum. Þær hafa selst í 12 milljónum eintaka og verið þýddar á u.þ.b. 40 tungumál.

Þeir sem hlotið hafa Blóðdropann

2007: Stefán Máni – Skipið
2008: Arnaldur Indriðason – Harðskafi
2009: Ævar Örn Jósepsson – Land tækifæranna
2010: Helgi Ingólfsson – Þegar kóngur kom
2011: Yrsa Sigurðardóttir – Ég man þig
2012: Sigurjón Pálsson – Klækir
2013: Stefán Máni – Húsið
2014: Stefán Máni – Grimmd
2015: Yrsa Sigurðardóttir – DNA
2016: Óskar Guðmundsson – Hilma
2017: Arnarldur Indriðason – Petsamo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist