fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Heimilisofbeldi og líkamsárás – Reyndi að komast inn hjá fyrrverandi unnustu sinni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júní 2017 05:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrsta tímanum í nótt var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um heimilisofbeldi og líkamsárás í heimahúsi í vesturhluta Reykjavíkur. Gerandinn var fluttur á lögreglustöð þar sem rætt var við hann. Hann var síðan látinn laus.

Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um mann sem væri að lemja og berja á heimahús í Hafnarfirði. Þarna var maður að reyna að komast inn hjá fyrrverandi unnustu sinni. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hljóp maðurinn af vettvangi en fótfráir lögreglumenn hlupu hann uppi og handtóku hann. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Um miðnætti höfðu lögreglumenn afskipti af tveimur mönnum sem voru í bíl í Kópavogi. Mikla kannabislykt lagði frá bílnum. Við leit í bílnum fundust ætluð fíkniefni. Málið var afgreitt á vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt