fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Grunaður um að ræna apótek með öxi: „Ég vil fá töflurnar mínar, þú veist hvað ég vil“

Flúði svo undan lögreglu og ók aftan á bifreið nokkru síðar

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. júní 2017 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlmaður, sem grunaður er um að hafa framið vopnað rán í apóteki í Garðabæ þann 18. apríl síðastliðinn, sæti gæsluvarðhaldi allt til 11. júlí næstkomandi.

Maðurinn er grunaður um að hafa framið ránið vopnaður öxi og í kjölfarið reynt að flýja undan lögreglu í bifreið. Að sögn lögreglu raskaði hann umferðaröryggi og stefndi lífi fólks í augljósa hættu.

Í úrskurði héraðsdóms er vísað í skýrslu af vitni, starfsmanni apóteksins, sem sagði að maðurinn hefði komið inn fyrir afgreiðsluborðið og í sömu andrá dregið fram öxi úr frakkavasa sínum og síðan reist hana á loft. Hann hafi svo staðið einum metra frá umræddum starfsmanni með öxina á lofti og sagt: „Ég vil fá töflurnar mínar, þú veist hvað ég vil.“

Starfsmaðurinn benti manninum í kjölfarið að lyfjunum og náði að komast út úr versluninni. Önnur vitni gáfu sömu lýsingu, að maðurinn hefði verið vopnaður öxi og ógnað starfsmanni með henni. Lýsingar á fatnaði og útlit komu heim og saman við manninn er hann var hann handtekinn. Þegar lögregla hafði hendur í hári hans fann lögregla öxi í bifreiðinni og tvo hnífa, ásamt nokkuð miklu magni af lyfjum.

Þá er haft eftir öðru vitni að bifreiðinni, sem maðurinn er sagður hafa flúið í, hafi verið ekið á 80 til 90 kílómetra hraða yfir gatnamót á rauðu ljósi. Vitnið taldi með ólíkindum að bifreiðin hafi sloppið í gegnum gatnamótin án þess að lenda í árekstri miðað við þá umferð sem var á þeim tíma. Lögregla veitti manninum eftirför í töluverðan tíma, en eftirförinni lauk ekki fyrr en maðurinn ók aftan á aðra bifreið og þurfti ökumaður hennar að leita sér aðhlynningar á slysadeild.

Í greinargerð lögreglu kemur fram að meint brot mannsins varði allt að 10 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu