fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Bergur Þór gagnrýnir ráðamenn fyrir að veita Robert Downey uppreist æru: „Hér virðist valdi misbeitt eða illa farið með“

Faðir fórnarlambs Róbert Árna Hreiðarsson vill fá að vita hvaða valinkunnir einstaklingar veittu honum meðmæli

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 22. júní 2017 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergur Þór Ingólfsson, leikari, leikstjóri og faðir einnar af þeim stúlkum, Nínu Rúnar, sem Róbert Árni Hreiðarsson misnotaði, segir að það sé ljóst að pottur sé brotinn fyrst Róbert hafi fengið uppreist æru.

„Hér er pottur brotinn. Hér er allt á skakk og skjön. Hér virðist valdi misbeitt eða illa farið með. Þurfum við kannski að leggja Nýju stjórnarskrána fram fyrir fólkið í landinu svo forsetinn þurfi ekki að skrifa undir eitthvað sem hann veit ekki hvað er? Fyrst og fremst viljum við heyra rök núverandi forsætisráðherra fyrir því vali sínu að veita einmitt þessum manni uppreist æru en ekki öðrum,“ segir Bergur Þór í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Bergur Þór spyr sig hvaða slóð Róbert sé að fela með því að skipta um nafn. „Þegar nafni Roberts Downey er slegið upp á leitarvélum eða í dómsskjölum er ómögulegt að finna hvernig hann missti æruna og réttindi sín til að stunda lögmannsstörf en í stað þess koma ótal niðurstöður um frægan leikara í Hollywood. Ástæðan er sú að glæpirnir sem hann var dæmdur fyrir voru framdir undir öðru nafni. Þá hét hann Róbert Árni Hreiðarsson,“ segir Bergur Þór.

Bergur Þór segir að dóttir sín og fjölskylda hafi leitað svara við því hvernig Róbert hafi fengið æru sína á ný. „Dóttir mín og fjölskylda hennar hafa verið að leita svara við þeirri spurningu hvaða mat liggi að baki því að dómsmálaráðuneytið, settur innanríkisráðherra (núverandi forsætisráðherra) og forseti Íslands veiti manni sem hefur í áratugi blekkt og svívirt ungar stúlkur geti talist flekklaus og fái að stunda störf við aðstæður þar sem hann er aftur kominn í yfirburðastöðu gagnvart öðrum borgurum. Forsætisráðherrann segist ekkert vita. Forsetinn setur nafn sitt við þennan gjörning en ber enga ábyrgð,“ skrifar Bergur.

Bergur vill fá að vita hvaða valinkunnir einstaklingar veittu honum meðmæli. „Hverjir eru þeir tveir valinkunnu einstaklingar sem, samkvæmt lögum, settu nafn sitt við að maðurinn sé fullkomlega fær um að girnast ekki börn framar? Það skal tekið fram að Róbert viðurkenndi aldrei við dóm að hann hefði gert nokkuð rangt. Þvert á móti fannst honum á sér brotið. Iðrun hefur hann aldrei sýnt og við efumst um að hana sé að finna í þeim skjölum sem dómsmálaráðuneytið lagði fram til upprisu ærunnar, séu þau til,“ segir Bergur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu