fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Allt að 50 stiga hiti í Bandaríkjunum – Tveir hafa látið lífið vegna hita

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júní 2017 05:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlegur hiti hefur verið í nokkrum ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna undanfarið og hefur hitinn mælst allt að 50 stig. Flugferðum hefur verið aflýst vegna hita, malbik bráðnar og skógar- og gróðureldar hafa kviknað. Yfirvöld hafa staðfest að tveir hafi látist af völdum hitans.

Yfirvöld í Kaliforníu hafa staðfest að 72 ára karlmaður og 87 ára kona hafi látist af völdum hitans. Þau voru heimilislaus en héldu til í bíl í San Jose. Þar mældist 34 stiga hitia á miðvikudaginn en hitinn þar var aðeins lægri í gær.

CNN segir að í Phoenix í Arizona hafi hitinn mælst 48 stig á þriðjudaginn en það er fjórði hæsti hiti sem mælst hefur í borginni. Aflýsa þurfti tugum flugferða til og frá borginni vegna hitans. Í Las Vegas mældist 47 stiga hiti á þriðjudaginn.
Reiknað er með að hitinn komist upp í 52 stig í Dauðadal í Kaliforníu. Gefnar hafa verið út opinberar viðvaranir vegna veðursins og gilda þær fyrir Kaliforníu og hluta af Nevada og Arizona.

Þegar austar kemur er vandinn annar því þar hefur hitabeltisstormurinn Cindy herjað. Í Alabama lést 10 ára drengur þegar hann varð fyrir timbri sem skolaði á land.

Strandgæslan bjargaði togara frá því að sökkva undan ströndum Texas en hann var hætt kominn vegna veðurs. Úrkoma mældist allt að 250 mm á sumum stöðum við Mexíkóflóa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”