fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla varð hvumsa þegar hakakrossinn blasti við í sturtu

„Átti ég að ræða við manninn og biðja hann að hylja eitt helsta illskutákn sögunnar,“ spyr Ingi Bogi Bogason

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 22. júní 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann stóð í sturtunni gegnt mér í Árbæjarlaug; þéttvaxinn um 35 ára, með mikið rauðleitt skegg. Hakakross tattóveraður á brjóst, um 10 sm í þvermál.“

Svo hefst pistill Inga Boga Bogasonar, aðstoðarskólameistara Borgarholtsskóla, sem birtist í Fréttablaðinu í dag um hvernig skólakerfið geti stuðlað að skilningi og friði.

Ingi Bogi segist ekkert hafa sagt við manninn. „Ég var hvumsa. Hvert var mitt hlutverk við þessar aðstæður? Átti ég að ræða við manninn og biðja hann að hylja eitt helsta illskutákn sögunnar – eða var það kannski lögvarinn réttur hans að bera þetta á brjósti sínu, öllum til sýnis? Ég var ekki viss og gerði því ekkert,“ segir Ingi Bogi.

Pistil Inga Boga má lesa í heild sinni hér en þar fer hann yfir hvernig skólastarf getur stuðlað að friði í samfélaginu. „Við eigum að skipta okkur af, hlusta á sjónarmið, andæfa staðleysum og puða til friðar í samskiptum á öllum sviðum,“ segir Ingi Bogi.

Ingi Bogi telur það endalausa baráttu að stuðla að friði. „Þýski friðarsinninn og guðfræðingurinn Dietrich Bonhoeffer, sem nasistar myrtu á síðustu dögum stríðsins, sagði að viðleitni til að koma á friði og halda frið væri endalaus barátta. Að stuðla að friði fæli ekki í sér einfalda eftirgjöf hagsmuna. Þversögnin er sú að það er lítill friður í þeirri þrotlausu vinnu að koma á friði.“

Hvað hans starf varðar telur Ingi Bogi mikilvægast að efla nemendur til þátttöku í lýðræðissamfélagi. „Í þeim skóla sem ég starfa við, Borgarholtsskóla, voru á síðasta vetri haldnir þrír stefnumótunarfundir; með nemendum, foreldrum og starfsfólki.

„Þar unnu menn og konur saman og beittu gagnrýninni hugsun til að skapa skólastarfinu farsæla framtíð. Niðurstöður þessara funda voru lesnar saman við stefnumál ríkisstjórnarinnar í menntamálum. Í ljós kom sláandi samhljómur milli þess sem stjórnvöld leggja áherslu á og þess sem Borgarholtsskóli vinnur að.

„Á grundvelli niðurstaðna þessara funda lögðu starfsmenn til að unnin yrðu tiltekin umbótaverkefni sem verður ýtt úr vör í haust. Öll eiga þessi verkefni að stuðla að skilningi, friði og náungakærleika meðal fólks,“ segir Ingi Bogi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala