fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Kaj Anton segist saklaus: „Það eru engar sannanir fyrir því að ég hafi lamið eitthvað barn“

Kaj Anton Arnarsson var dæmdur í Noregi en segist nú ætla að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 21. júní 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaj Anton Arnarsson segist í samtali við DV vera saklaus af því að hafa misþyrmt tveggja ára íslenskum dreng í Noregi. Hann lýsir dómi sínum í Noregi sem réttarmorði og hyggst fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Kaj vildi lítið tjá sig um málið á þessu stigi en segir þó margt ósagt.

Kaj Anton var í fyrrasumar dæmdur í 26 mánaða fangelsi í Noregi fyrir að misþyrma ungum dreng. Hann kom til Íslands í nóvember og afplánaði eftirstöðvar dómsins á Litla-Hrauni. Hann er nú laus þaðan og er kominn með vinnu í Reykjavík, um það bil ári eftir að dómur féll í Noregi. Kaj var ákærður í október árið 2015 og hafði setið átta mánuði af sér þegar dómur féll. Hann hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu.

„Mín hlið hefur ekki komið fram. Það sem gerðist í réttarsalnum hefur ekki komið fram. Það er búið að grilla mitt mannorð fyrir eitthvað sem ég gerði ekki. Það hefur líka ekki komið fram að ég er dæmdur á líkindum, það eru engar sannanir fyrir því að ég hafi lamið eitthvað barn. Ég myndi aldrei gera það, þú þarft að vera eitthvað veikur í hausnum til að geta lamið lítið barn,“ segir Kaj sem hyggst segja sína hlið á málinu í heild sinni þegar málið er komið lengra á veg.

Sjá einnig: Hver er eiginlega þessi Kaj: Gróft ofbeldi og besta jólamyndin

Læknirinn brast í grát

Málið vakti mikinn óhug þegar það kom upp en barnið hlaut handleggsbrot, áverka á höfði, mar á hrygg, hnjám og rist en Kaj Anton hélt því fram að drengurinn hefði dottið oftar en einu sinni á meðan hann var að passa hann. Þær útskýringar þóttu ótrúverðugar, en áverkarnir voru slíkir að læknir brast í grát þegar hann lýsti þeim í vitnastúku.

Sjá einnig: Barnið átti að vera á leikskóla þennan dag en var veikt heima: Kaj Anton í haldi lögreglu

Afmyndaður í andlitinu

DV hefur ítrekað fjallað um málið og í eldri umfjöllun hefur verið greint frá því að íslensk móðir barnsins hafi treyst Kaj Antoni fyrir því að passa barnið, sem gat ekki mætt á leikskóla vegna veikinda. Þá var greint frá því að móðir barnsins hafi ekki geta sjálf tekið sér frí þar sem hún væri nýbyrjuð í nýrri vinnu. Móðir barnsins hafi uppgötvað að barn hennar væri illa slasað þegar hún kom heim frá vinnu og hafi þá farið með drenginn á sjúkrahúsið í Stavanger.

DV ræddi við ömmu barnsins árið 2015 sem var þá í áfalli. „Það er ekkert hægt að lýsa því með orðum hvernig mér leið þegar ég fékk fréttirnar. Ég var stödd hérna heima þegar hún hringdi í mig. Ég er að reyna að komast út til dóttur minnar sem allra fyrst. Þetta er svo hræðilegt og það er ömurleg tilfinning að vera föst hérna á Íslandi þegar ég veit af þeim á sjúkrahúsinu úti,“ sagði amma barnsins þá.

Faðir drengsins, Sindri Kristjánsson, bar vitni fyrir dómi í Noregi við aðalmeðferð málsins. „Það er óskiljanlegt hvernig hægt er að gera svona við lítið barn,“ sagði hann meðal annars og rifjaði upp þegar hann sá son sinn eftir árásina, tveimur dögum eftir að hún átti sér stað. „Þegar ég hitti son minn loksins var hann afmyndaður í andlitinu. Mjög lítill í sér og hræddur í einhvern tíma á eftir. Ég var mjög reiður og bara titraði við að sjá þennan mann. Það kemur enginn annar til greina.“

Líður betur í dag

Stundin fjallaði ítarlega um málið í júní í fyrra. Þar var meðal annars fullyrt að við leit móðurinnar á heimili sínu hafi hún fundið umbúðir utan af núðlupakka. Í þessum tómu umbúðum fundust hárflyksur frá drengnum en á stóru svæði á höfði hans vantaði hársbút. Þá voru birtar myndir af áverkum drengsins, meðal annars slæmu glóðarauga sem drengurinn var með. Áverkarnir voru helst sagðir líkjast því sem gerðist þegar börn á þessum aldri lenda í bílslysi.

Í viðtali við Stundina þá sagði Sindri Kristjánsson, faðir drengsins, að piltinum liði talsvert betur í dag. „Honum líður ótrúlega vel miðað við það sem hann hefur gengið í gegnum. Í fyrstu var hann mjög hræddur og öll læti urðu til þess að koma honum úr jafnvægi. Ef það var bankað á útidyrahurðina þá hljóp hann í fangið á mér.

„Þarna hefur barnaverndarnefndin hér í Noregi komið sterk inn. Þessi sálfræðiviðtöl sem við foreldrarnir höfum fengið, og strákurinn líka, hafa orðið til þess að við vitum betur hvernig á að kljást við svona áfall,“ sagði Sindri þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus