fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Sextán ára piltur svipti sig lífi eftir að hafa verið sakaður um hryllilegan glæp

Corey Walgren urðu á mistök sem hann tók mjög alvarlega

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. maí 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að þeir hafi viljað hræða hann. En þeim tókst að hræða hann til dauða,“ segir Maureen Walgren, móðir hins sextán ára gamla Corey Walgren sem svipti sig lífi þann 11. janúar síðastliðinn.

Corey þessi var duglegur og vel liðinn nemandi í Naperville-skólanum í Illinois, áhugamaður um íshokkí og náinn fjölskyldu sinni. Þennan örlagaríka dag svipti Corey sig lífi með því að stökkva af þaki húss í heimabæ sínum. Aðeins þremur tímum áður hafði Corey verið kallaður á fund í skólanum með fullltrúa skólans og lögreglumanni.

Á fundinum kom fram að lögregla hefði fundið myndband á síma piltsins sem sýndi, mjög óljóst þó, samfarir milli hans og bekkjarsystur hans sem var jafngömul og hann. Á fundinum kom fram að þar sem stúlkan væri undir lögaldri – sem Corey var vissulega líka – gæti hann átt yfir höfði sér dóm og að vera komið fyrir á lista yfir dæmda kynferðisglæpamenn vegna vörslu og dreifingar á barnaníðefni.

Tekið er fram í frétt Chicaco Tribune að samfarirnar hafi verið með samþykki stúlkunnar og myndbandið hafi í raun verið hljóðskrá vegna þess að lítið sem ekkert sást á því. Í frétt Chicago Tribune er vísað í lögregluskýrslur sem sýna að lögreglan hafi ekki ætlað að gera meira úr málinu. Frekar að koma Corey í skilning um að það sem hann gerði hefði getað haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir hann og stúlkuna.

Móðir hans, Maureen Walgren, stígur fram í viðtali við blaðið og gagnrýnir lögreglu og skólayfirvöld. Þannig var ekki hringt í hana og henni boðið að sitja fundinn fyrr en undir lok hans. Þegar Maureen kom og ræddi við fulltrúa skólans og lögreglu gekk Corey út og það var þá sem hann svipti sig lífi. Á fundinum sagði lögregla það sama og hún sagði við Corey, að svona hegðun gæti gert það að verkum að sonur hennar yrði settur á lista yfir dæmda kynferðisglæpamenn.

„Ég var logandi hrædd þegar ég heyrði það. Mér var mjög brugðið og ég get rétt ímyndað mér hvernig Corey leið,“ segir hún. Corey hafði ekki átt neina sögu um þunglyndi eða sjálfsvígshugsanir og var þvert á móti lífsglaður ungur piltur sem setti markið hátt í lífinu. Þetta örlagaríka kvöld urðu honum þó á mistök þegar hann tók myndbandið upp. Maureen segir að þetta hefði ekki þurft að enda svona og íhugar hún nú að stefna skólanum og lögreglunni vegna þess hvernig tekið var á málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri