fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Tug milljóna gjaldþrot hjá JÖR

Í Lögbirtingablaðinu kemur fram að lýstar veðkröfur námu 65 milljónum króna í félag Guðmundar Jörundssonar.

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gjaldþrot íslenska tískumerkisins JÖR nam ríflega 65 milljónum króna. Guðmundur Jörundsson er hönnuðurinn bak við merkið og einn eigenda félagsins. Greint var frá skiptalokum í Lögbirtingablaðinu í dag þar sem kemur fram að lýstar veðkröfur hafi numið 65,3 milljónum króna. Upp í lýstar kröfur fengust greiddar 1,6 milljónir króna. Skiptastjóri hafnaði lýstri vefkröfu að fjárhæð ríflega 46 milljónum króna. Lýstar forgangskröfur námu 13,9 milljónum króna og fékkst ekkert greitt upp í þær. Lýstar almennar kröfur námu 24,5 milljónum króna og fékkst ekkert greitt upp í þær. Skiptum búsins lauk 9. maí síðastliðinn.

Félagið sem hélt jafnframt utan um verslun á horninu á Skólavörðustíg og Týsgötu. Um síðustu mánaðamót vakti það athygli að búðin var tóm og hefur engin starfsemi verið þar síðan þá. Í viðtali við Morgunblaðið í nóvember greindi Guðmundur frá því að miklar framkvæmdir stæðu fyrir í húsnæðinu. „Það er búin að fara mikil vinna í það verkefni en miklar framkvæmdir liggja fyrir á rýminu, undanfarnir mánuðir hafa því farið í að meta og hanna húsnæðið sem og gerð allra teikninga og upplýsinga sem byggingarfulltrúi krefst,“ var haft eftir Guðmundi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala