fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þorði ekki að sofa inni í herberginu sínu eftir innbrot

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Maðurinn var ákærður fyrir að fara í heimildarleysi inn í íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík og stela meðal annars bakpoka, skartgripum, HDMI-snúru og debetkorti.

Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi, en innbrotið var framið þann þriðjudaginn 12. júlí í fyrrasumar. Maðurinn, sem er fæddur árið 1964, hefur ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi áður svo kunnugt sé.

Konan sem bjó í umræddri íbúð fór fram á að fá 500 þúsund krónur í miskabætur en maðurinn samþykkti skaðabótakröfu að fjárhæð 143.736 krónur vegna þeirra verðmæta sem hann stal. Konan sagði að brotið hefði valdið henni mikilli vanlíðan og hún til dæmis ekki þorað að sofa í herberginu sínu í töluverðan tíma á eftir.

„Má fallast á með brotaþola að slíkt innbrot á heimili, sem er friðheilagt, sé til þess fallið að valda miska. Verða bætur ákveðnar að álitum og þykja hæfilega ákveðnar 80.000 krónur,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Var maðurinn því dæmdur til að greiða konunni samtals 223 þúsund krónur og verjanda sínum 210 þúsund krónur.

Fangelsisdómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu