fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fullyrða að Salman Abedi sé maðurinn sem sprengdi sig í loft upp

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 15:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem sprengdi sig í loft upp eftir tónleika með Ariönu Grande í Manchester í gærkvöldi hét Salman Abedi. Hann var 23 ára. Þetta kemur fram í fréttum breskra fjölmiðla í dag.

Staðfest hefur verið að 22 létust og yfir eitt hundrað særðust þegar maðurinn sprengdi sig í loft upp.

Hryðjuverkasamtökin ISIS lýstu yfir ábyrgð á ódæðinu í dag með stuttri yfirlýsingu. Breska lögreglan hefur ekki staðfest það að ISIS hafi verið á bak við árásina og í umfjöllun CBS News er bent á það að ónákvæmni hafi gætt í yfirlýsingu samtakanna. Þannig kom fram að árásarmaðurinn hefði komið nokkrum sprengjum fyrir en ekkert bendir til annars en að ein sprengja hafi sprungið.

Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort maðurinn hafi verið einn að verki eða hvort einhver annar hafi komið að skipulagningu voðaverksins. Fyrr í dag var greint frá því að 23 ára karlmaður hefði verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins.

Í frétt Mail Online kemur fram að Abedi hafi verið breskur ríkisborgari af líbískum uppruna. Fullyrt er að lögregla hafi „vitað“ af honum án þess að það sé útskýrt nánar. Lögregla rannsakar nú meðal annars myndefni úr öryggismyndavélum til að varpa ljósi á ferðir hans áður en hann lét til skarar skríða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work