fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Norskur lögreglumaður sakaður um stórfellda spillingu: Gæti átt 21 árs fangelsi yfir höfði sér

Eirik Jensen er sagður hafa tekið óbeint þátt í smygli á fjórtán tonnum af hassi til Noregs

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 22. maí 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknarar í Noregi hafa farið fram á það að Eirik Jensen, fyrrverandi norskur lögreglumaður, verði dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir stórfellda spillingu meðan hann gegndi starfi yfirmanns deildar sem átti að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi.

Eirik, sem er 60 ára, hefur verið ákærður fyrir að láta það ógert að stöðva smygl á alls fjórtán tonnum af hassi til Noregs á árunum 2004 til 2013.

Í stað þess að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi slóst hann í lið með mönnum sem stunda slíka starfsemi. Hann er sagður hafa þegið 2,44 milljónir norskra króna, hátt í 30 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi, frá glæpamönnunum, Gjermund Cappelen þar á meðal sem talinn er hafa haft veg og vanda að smyglinu.

Jensen hefur neitað sök í málinu en saksóknarar telja sig hafa næg gögn í höndunum til að sakfella hann. Þar á meðal eru afrit af samskiptum Eiriks og Gjermunds. Upp komst um málið þegar Gjermund var handtekinn vegna gruns um smygl. Í viðleitni sinni til að sleppa með vægari refsingu sagði hann til Eiriks og varpaði ljósi á meintan þátt hans í smyglinu.

Saksóknarar hafa farið fram á að Gjermund verði dæmdur í 18 ára fangelsi en vilja að Eirik verði dæmdur til þyngri refsingar, sem fyrr segir. Málið er nú fyrir dómstólum í Noregi og má búast við að dómur falli í sumar.

Sambærilegt mál kom upp í Finnlandi ekki alls fyrir löngu þegar fyrrverandi lögregluþjónn í fíkniefnadeild lögreglunnar í Helsinki var ákærður og sakfelldur fyrir þátt sinn í eiturlyfjasmygli. Sá var dæmdur í 10 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni