fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

„Þetta er rosalega svart tímabil sem maður sér fram á“

Hjördís Heiða Ásmundardóttir fær engar bætur frá Tryggingastofnun mánuðum saman vegna mistaka hjá stofnuninni. Starfsmenn sögðust ekkert geta gert og vísuðu henni á kirkjuna.

Hjálmar Friðriksson
Sunnudaginn 21. maí 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjördís Heiða Ásmundsdóttir mun ekki fá neina greiðslu frá Tryggingastofnun í nærri þrjá mánuði vegna mistaka hjá stofnuninni og lækni hennar. Hjördís hefur verið bundin við hjólastól eftir fæðingu dóttur sinnar árið 2004. „Það eru svo margir í þessari stöðu og það er verið að ýta undir uppgjöf hjá fólki. Ég veit ekki hvernig ég get verið tekjulaus í marga mánuði. Ég er að setja mig í skuldir. Ég fæ ekki frest frá bankanum. Ég veit að þetta er vítahringur sem á eftir að taka mig heillangan tíma að koma mér út úr. Þannig að þetta er afskaplega svart tímabil sem ég sé fram á. Fyrir utan það að ég er ekki búin að taka öll lyfin mín því ég hef ekki efni á þeim,“ segir Hjördís. Hjördís segir að starfsmaður Tryggingastofnunar hafi sagt henni að leita til kirkjunnar.

Gleymdi að senda vottorð

Hjördís segir að rekja megi málið til Þorláksmessu en þá fékk hún bréf þar sem henni var tilkynnt að bætur hennar myndu falla niður í lok mars ef hún fengi ekki endurmat á örorku. Strax á milli jóla og nýárs fór hún til læknis sem sagðist ætla senda vottorðið til Tryggingastofnunar. Hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því. Svo fór að læknirinn gleymdi að senda vottorðið og féllu því bætur hennar niður 31. mars. Hjördísi var ekki gert viðvart um að ekkert vottorð hefði borist stofnuninni.

Hún hafði samdægurs samband við lækninn sem sendi vottorð þann sama dag. „Tryggingastofnun hefur ekkert samband til að láta vita ef vantar einhver viðbótargögn. Ég talaði svo við starfsmann Tryggingastofnunar fjórum virkum dögum seinna sem sagði mér að vottorðið væri nýlega móttekið, þrátt fyrir að það hefði borist stofnuninni fjórum dögum fyrr. Þá fékk ég þá útskýringu að starfsmaður þyrfti að opna og lesa bréfið, merkja það móttekið og svo færi það í vinnslu. Ég spurði síðan hvort eitthvað fleira vantaði og mér var sagt að þetta væri allt komið. Mér var sagt að ég þyrfti ekki að skila nýrri umsókn þar sem þetta væri endurmat – þess þyrfti ekki,“ segir Hjördís.

Ekki gert viðvart

Þessi mistök læknisins urðu til þess að hún þurfti að bíða í fjórar til sex vikur meðan umsóknin var unnin. Allan þann tíma myndi hún ekki fá neinar bætur. Svo kom á daginn að Hjördís þurfti að skila inn nýrri umsókn en henni var ekki gert viðvart um það. „Ég gat ekki bara setið og beðið aðgerðalaus og hringdi því aftur um tveimur vikum seinna. Þá sagði annar starfsmaður mér að það væri ekkert mál í gangi, ekkert í vinnslu. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum og spurði hana hvernig stæði á því. Þá vantaði þessa umsókn,“ segir Hjördís. Hún skilaði inn nýju vottorði og var henni nú á dögunum tilkynnt að hún fengi flýtimeðferð en þyrfti þó að bíða í tvær til fjórar vikur. Hún má því búast við því að fá greiddar bætur í júní.

Hjördís segir að málið sé lýsandi fyrir hvernig heilbrigðis- og velferðarkerfið á Íslandi sé í molum. „Ef við förum í rót vandans þá á það vera miklu meira en nóg að það liggi fyrir vottorð og öll gögn. Það vantar ekki meira en þetta eina vottorð. Þeir eiga að sjá til þess að sjúklingar séu ekki að detta svona á milli skips og bryggju. Eins og með þetta bréf, það var sent eitt bréf og ekki einu sinni í ábyrgðarpósti. Við erum að tala um sjúklinga sem geta verið með gleymni, skertan þroska og ýmislegt annað. Að senda eitt bréf er ekki að sinna sjúklingum,“ segir Hjördís.

Fer ekki skríðandi til kirkjunnar

Hjördís bendir á að hún hafi sinnt sínu máli samviskusamlega og hringt ítrekað en þrátt fyrir það hafi hún lent í þessu. „Ég fær ekki greiddar bætur í marga mánuði vegna klúðurs og vinnubragða hjá Tryggingastofnun, sem er alls ekki að sinna upplýsingaskyldu sinni. Það eru svo mörg svona tilvik. Þess vegna er ég að tjá mig. Ég veit um sex manns sem eru í sömu stöðu og ég einmitt núna. Þá erum við ekki að tala um þá sem hafa lent í þessu áður, bara þá sem hafa talað við mig. Þannig að þeir eru örugglega fleiri. Þetta eru alltof margir,“ segir Hjördís.

Hún segir að sér bjóðist raunar engin úrræði önnur en að fá lánaðan pening. „Ég fæ hvergi aðstoð í velferðarkerfinu. Þannig að Tryggingastofnun vill bara að ég borði gras þennan mánuðinn. Starfsmaður hjá Tryggingastofnun sagði mér að eina úrræði væri að leita til velferðarsviðs eða kirkjunnar. Ég er ekki að fara skríðandi til kirkjunnar og betla peninga. Fyrir utan það að það er ekki í þeirra verkahring, hvað þá að þeir bjóði upp á það,“ segir Hjördís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Í gær

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar