fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

„Æi, shit! Dalai Lama er kominn hérna fyrir utan! Ekki opna!“

Að sögn Gunnars Hrafns Jónssonar þingmanns fór Jóhanna Sigurðardóttir í felur þegar munkar sáust á Þingvöllum.

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 28. apríl 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Æi, shit! Dalai Lama er kominn hérna fyrir utan! Ekki opna!“ Þannig komst Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, að orði að sögn Gunnars Hrafns Jónssonar, þegar tíbeskir munkar sáust út um glugga bústaðar forsætisráðherra á Þingvöllum. Þetta atvik átti sér stað þegar trúarleiðtoginn og friðarverðlaunahafi Nóbels heimsótti Ísland árið 2009. Þetta kemur fram í stöðufærslu sem Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata og sonur Jónínu Leósdóttur, eiginkonu Jóhönnu, birti í vikunni á Facebook.

DV hefur heimildir fyrir því að Dalai Lama hafi ekki farið á Þingvelli meðan á dvöl hans á Íslandi stóð. Hópur munka úr fylgdarliði hans hafi hins vegar farið þangað í skoðunarferð. Samkvæmt heimildum fór trúarleiðtoginn ekki út fyrir mörk Reykjavíkur þá þrjá daga sem heimsókn hans stóð yfir. Meðan hann var hér á landi hélt hann meðal annars fyrirlestur í Laugardalshöll og sat fund með utanríkismálanefnd Alþingis.

Ráðherra fór í felur

Tilefni stöðufærslu Gunnars Hrafns var umræða á Alþingi um fríverslunarsamning við Filippseyjar. „Sit í þingsal þar sem verið er að ræða fríverslunarsamning við Filippseyjar, nú þegar hinn morðóði Duterte forseti er við völd. Stjórnarliðar virðast ákaflega sáttir við þá samninga sem fyrri ríkisstjórn náði við Kína, þar sem mannréttindi eru einnig brotin með kerfisbundnum hætti. Ætli þeir viti að það kostaði meðal annars það að ráðherrar þess tíma þurftu beinlínis að fara í felur og þykjast ekki vera heima þegar sjálfur Dalai Lama kom til landsins og vildi hitta ráðamenn?“ skrifaði Gunnar Hrafn. Í samtali við DV vildi Gunnar Hrafn ekki tjá sig um málið umfram stöðufærsluna en staðfesti að hann hafi orðið vitni að umræddu atviki.

Vandræðalega heimsókn

Heimsókn Dalai Lama reyndist nokkuð vandræðaleg fyrir ráðherra vinstristjórnarinnar en tveimur árum áður hófust viðræður um fríverslunarsamning við Kína. Kínversk yfirvöld hafa í gegnum tíðina tekið hart á öllum fundum ráðamanna við Dalai Lama. Þáverandi ríkisstjórn hafði enga samræmda stefnu varðandi fundi ráðherra með trúarleiðtoganum. Svo fór að Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra funduðu með honum sem almennir borgarar.

Samtökin Dalai Lama á Íslandi stóðu fyrir heimsókn hans en formaður samtakanna var Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Samtökin gagnrýndu harðlega að þáverandi ráðamenn hefðu ekki fundað formlega með Nóbelsverðlaunahafanum. „Helstu ráðamenn þjóðarinnar bugta sig og beygja fyrir þeim er mannréttindabrotin fyrirskipa, myrða og limlesta, en ekki þeim manni sem alltaf hefur boðað friðsamlegar leiðir þrátt fyrir mikinn þrýsting á að fara aðrar leiðir,“ sögðu samtökin í yfirlýsingu árið 2009.

Áhyggjur af viðskiptaþvingunum

Af fréttaflutning frá þessum tíma að dæma voru talsverðar áhyggjur meðal íslenskra ráðamanna um að heimsóknin myndi hafa neikvæð áhrif á samskipti við Kína. RÚV fullyrti ranglega að sendiherra Kína á Íslandi, Zhang Keyuan, hefði verið kallaður heim frá Íslandi. Sendiherrann sagði sjálfur í viðtali við Stöð 2 að sú frétt hefði verið „alger vitleysa“. Það var verulegt áhyggjuefni að Kínverjar myndu beita viðskiptaþvingunum gegn Íslandi ef ráðherrar funduðu með trúarleiðtoganum. Þær áhyggjur voru ekki tilefnislausar líkt og afleiðingar af fundi forsætisráðherra Slóvakíu og Dalai Lama síðastliðinn október ber vitni. Í kjölfar þess neituðu kínverskir ráðamenn að funda með forsætisráðherra Slóvakíu á viðskiptaráðstefnu í Lettlandi og samskipti milli landanna hafa verið mjög stirð síðan.

Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vaknaði við að ókunnugur maður var inni í íbúðinni

Vaknaði við að ókunnugur maður var inni í íbúðinni
Fréttir
Í gær

Árásarmaðurinn sagður ástsjúkur: „Hótaði að stinga, drepa og skera hana á háls“

Árásarmaðurinn sagður ástsjúkur: „Hótaði að stinga, drepa og skera hana á háls“
Fréttir
Í gær

Sólrún Diego sigar lögmönnum á DV – Sjáið bréfið í heild sinni

Sólrún Diego sigar lögmönnum á DV – Sjáið bréfið í heild sinni
Fréttir
Í gær

Arftaki Krossins sendir út kröfur á fólk sem tengist ekki söfnuðinum: „Það er eins og það hafi verið gerð einhver keyrsla á gamalt fólk“

Arftaki Krossins sendir út kröfur á fólk sem tengist ekki söfnuðinum: „Það er eins og það hafi verið gerð einhver keyrsla á gamalt fólk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slösuð kona á Fimmvörðuhálsi

Slösuð kona á Fimmvörðuhálsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úr boltanum í Biskupsstofu

Úr boltanum í Biskupsstofu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?