fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Nýtt „kynlífstrend“ vekur óhug

Óvissa um hvort athæfið sé yfirhöfuð glæpur

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanleg „kynlífstrend „hefur náð miklum vinsældum meðal bandarískra ungmenna upp á síðkastið. Trendið gengur út á að á meðan tveir einstaklingar stunda kynlíf, með samþykki beggja, laumast karlmaðurinn til þess að taka smokkinn af sér án þess að konan viti af því.

Svarar símtölum þolenda kynferðisofbeldis

„Trendið,“ gengur undir nafninu laumari sem á frummálinu ensku er Stealthing. Þetta kemur fram í skýrslu sem birtist í tímaritinu Columbia Journal of Gender and Law.

Höfundur skýrslunnar, Alexandra Brodsky, segir að engin lög nái yfir laumara. Hún vill að það verði sett undir sama lagaramma og kynferðislegt misnotkun.

Þá ræðir Alexandra í viðtali í USA Today um doktorsnema sem vann einnig að skýrslunni en sú heitir Rebecca. „Rebecca varð fyrir árás af þessu tagi fyrir nokkrum árum. Nú vinnur hún með mér og svarar símtölum í hjálparsíma fyrir fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar. Hún segist fá æ fleiri símtöl frá konum sem hafa lent í „laumurum,“ Flestar eru óvissar um hvort athæfið sé yfirhöfuð glæpur.

Ólöglegt

Alexandra kveðst ekki í neinum vafa með að það að laumast til að taka smokkinn af við kynmök við konu sé glæpur. Hún segir að konur sem verði fyrir nauðgun af þessu tagi eigi rétt á sömu meðferðarúrræðum og lagaaðstoð og þær konur sem verða fyrir annarskonar kynferðisofbeldi.

„Næst ætlum við að fara með mál fyrir dómstóla og fá athæfinu breytt úr því að vera talið löglegt í að vera refsivert athæfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“