fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Dæmd til að greiða fyrir útför sambýlismanns síns

Auður Ösp
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konu hefur verið gert að greiða Útfararstofu Íslands skuld vegna þjónustu við útför sambýlismanns hennar í október 2013. Fyrir dómi bar konan því fyrir sig að hún væri ekki réttur aðili að málinu þar sem að hún hefði ekki óskað eftir þjónustunni heldur hefðu börn mannsins séð um að stofna til samningsambands við útfararþjónustuna. Um er að ræða skuld upp á 340 þúsund krónur að frádreginni innborgun upp á 134 þúsund krónur sem greidd var af börnum mannsins. Dómur féll í héraðsdómi Vesturlands í dag.

Forsaga málsins er sú að sambýlismaður konunnar lést er þau voru stödd saman á Spáni þann 20. september 2013. Í kjölfarið var bú hans tekið til opinberra skipta og tóku börn mannsins allan arf eftir föður sinn. Konan var hins vegar ekki á meðal erfingja búsins. Ekki voru eignir til staðar í búinu til að greiða útfararkostnað. Í kjölfarið andlátsins sá Útfararstofa Íslands um útför sambýlismanns konunnar þann 8. október 2013 og eftir það var gefinn út reikningur upp á 340 þúsund krónur. Eftir að skuldin fékkst ekki greidd stefndi útfararstofan konunni fyrir dóm.

Fyrir dómi benti konan hins vegar á að hún væri ekki lögerfingji mannsins né tengd honum að lögum, þó svo að þau hefðu verið í óformlegri sambúð áður en hann lést. Bar hún því fyrir sig að hún væri ekki sú sem ætti að greiða reikninginn þar sem hún hefði ekki óskað eftir þjónustu útfararstofunnar við umrædda útför, heldur börn hins látna. Þannig hefði ekki stofnast til neins samningssambands milli hennar og útfararstofunnar.

Konan benti á að það hefði lent á hennar herðum að greiða líkkistu og greiða kostnaðinn sem fylgdi flutningi hins látna til Íslands, og að hún hefði einnig sér að sjá um tiltekna þætti við útförina samkvæmt sérstöku samkomulagi við börn hins látna. Var þar um að ræða greiðslur til tónlistarmanna sem fram komu. Konan taldi hins vegar að hún ætti ekki að þurfa að greiða fyrir aðra þætti á borð við merkingu leiðis, kórsöng, orgelleik, stefgjöld af tónlistarflutningi, þjónustugjöld, þjónustu kirkjuvarðar og útfararþjónustu.

Benti hún á að hún hefði vissulega sett sig í samband við útfararþjónustuna strax í kjölfar andlátsins í þeim tilgangi einum að fá aðstoð við að koma líkinu hingað heim til Íslands. Hins vegar hefði eitt af börnum mannsins svo stigið inn í þessi samskipti og tekið þau yfir strax eftir komuna til landsins. Taldi konan að við það hefðu fallið niður fjárskuldbindingar hennar gagnvart útfararstofunni, enda hefðu börn mannsins séð um alla pappírsvinnu vegna andlátsins, jarðarfararinnar og dánarbúsins. Börn hans hefði þannig stofnað til samningsambands við útfararstofuna. Sjálf sagðist konan hafa verið í afar litlum beinum samskiptum við útfararstofuna.

Hins vegar kemur fram í niðurstöðu dómsins að samkvæmt skýrslu framkvæmdastjóra útfararstofunnar var hann einungis í sambandi við konuna vegna umræddrar útfarar. Þau hafi rætt símleiðis þar sem konan var stödd á Spáni. Fram kemur að konan hafi hitt forsvarsmann útfararstofunnar á fundi eftir að hún kom til Íslands og rætt þar undirbúning og framkvæmd útfararinnar, og jafnframt óskað eftir að útfararstofan sæi um útförina.

Dómurinn taldi því sannað að konan hefði óskað eftir þjónustu úttfararstofunnar, og samþykkt að útfararstofan stofnaði til þeirra kostnaðarliða sem tilgreindir voru í reikningnum. Hún er því talin vera réttur aðili málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga