fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Washington Post fjallar um bága stöðu íslenskunnar innan tækniheimsins

Auður Ösp
Mánudaginn 24. apríl 2017 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef við töpum íslenskunni þá markar það endalok íslensku þjóðarinnar. Og ef það er engin þjóð í landinu þá er ekki fullveldi heldur,“ segir Ari Páll Kristinsson rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í samtali við fréttastofu Associated Press nú á dögunum. Þetta kemur fram í grein Washington Post í morgun en þar er fjallað um bága stöðu íslenskunnar þegar kemur að framþróun í snjalltækjum. Fleiri erlendir miðlar á borð við Time og Independent hafa undanfarna dafa fjallað um hnignun íslenskunnar á tölvuöld en Vigdís Finnbogadóttir sagði nýlega í samtali við AP fréttastofuna að íslenskan myndi enda á „ruslahaugi latínunnar“ ef ekki yrði gripið til aðgerða.

Fram kemur í umræddri grein WP að íslenskan hafi hingað til haldist óbreytt og lifað ágætu lífi síðan á 12. öld, þó svo að aðeins nokkur hundruð þúsund manns tali tungumálið, þar af fimm þúsund Bandaríkjamenn. Tæknifyrirtæki í Sílikondal sjái því lítinn hag í því að leyfa íslenskunni að fljóta með.

Fram kemur að íslenska sé til að mynda ekki valmöguleiki þegar kemur að sjálfvöldu tungumáli í Iphone snjallsímum. Sama er uppi á tengingum þegar kemur að talstýrðum tölvum, sjónvörpum og raftækjum. Tekið er dæmi um raftækjabúð í Reykjavík þar sem ekkert af hinum raddstýrðu sjónvörpum skilji íslensku. Ekki er hægt að tala íslensku við Siri fjarstýringuna í Apple tölvum eða Alexu í Amazon. Þá kunna GPS tæki í bílum ekki i að bera fram íslensk orð.

Vitnað er í viðtal Reykjavík Grapvine við Eirík Rögnvaldsson, prófessor við Háskóla Íslands sem segir sífellt meiri hættu vera á því að íslenskan verði gefin upp á bátinn, eftir því sem hún verður minna nytsamleg í daglegu lífi. Einstaklingar sjái lítinn hag í því að læra tungumál sem geri þá ekki samkeppnishæfa úti í hinum stóra heimi.

Í nýlegri skýrslu Multilingual Europe Technology Alliance kemur fram að íslenskan sé þó ekki eina tungumálið sem horfist í augu við þessi örlög, en minnst tvö þúsund tungumál eru sögð líkleg til þess að deyja út á næstu áratugum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”