fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Segja Gunnar ekki hafa verið rekinn úr Framsóknarflokknum

Gunnar vill að Sigmundur Davíð yfirgefi Framsóknarflokkinn og stofni nýjan flokk

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. apríl 2017 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðingur segir að honum hafi verið tjá að hann hafi verið rekinn úr Framsóknarflokknum eftir að hann fór í viðtal þar sem hann hvatti Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann og fyrrverandi formann, að yfirgefa Framsóknarflokkinn og stofna nýjan flokk.

Gunnar Kristinn segir að hann og fleiri Framsóknarmönnum misbjóði ástandið í flokknum eftir að Sigmundur var felldur í formannskjörinu síðasta haust. Gunnari var áður vikið úr flokknum, þá fyrir mistök eftir að hann bað um að vera fjarlægður af framboðslista í kjölfar landsfundar Framsóknarflokksins síðasta haust.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Framsóknarflokksins er um að ræða misskilning og Gunnar Kristinn sé enn skráður í flokkinn, enda brjóti það gegn lögum flokksins.

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur sagði í samtali við Eyjuna að Gunnar Kristinn sé enn í flokknum en Gunnar hafi ekki fengið sent fréttabréf flokksins líkt og aðrir flokksmeðlimir. Aðspurður um hvort það geti verið tilviljun eða misskilningur að Gunnar hafi ekki fengið fréttabréf flokksins í apríl, segir Sveinn Hjörtur:

„Ég ætla ekki að segja til um það, en það er þá mjög sérstök tilviljun. Eftir því sem ég best veit er Gunnar enn skráður í flokkinn, en hann fékk ekki síðasta fréttabréf, sem má að öllum líkindum rekja til mistaka á skrifstofu flokksins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu