fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Ölvaðir menn til vandræða

Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 24. apríl 2017 06:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur ölvuðum mönnum með stuttu millibili sem voru til vandræða um kvöldmatarleytið í gær.

Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um ölvaðan mann sem var til vandræða við Sölvhólsgötu rétt fyrir klukkan 18 í gærkvöldi. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu, en maðurinn er einnig grunaður um þjófnað.

Um hálftíma síðar var tilkynnt um ölvaðan mann við Eiríksgötu. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna ölvunarástands síns.

Um hálf átta leytið í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp á bifreiðastæði við Laugardalshöll. Þar hafði bifreið verið ekið á vegg. Lögregla og sjúkralið voru kölluð á vettvang en meiðsl ökumannsins, sem var eldri maður, reyndust minniháttar. Bifreiðin var töluvert skemmt og var flutt af vettvangi með dráttarbifreið. gregl

Lögreglan hafði afskipti af fjölmörgum ökumönnum í gærkvöldi og í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna eða ölvunar. Alls voru átta slíkir ökumenn teknir úr umferð víða um borgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“