fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Handtekin fyrir að smygla lifandi ketti með Norrænu

Auður Ösp
Mánudaginn 24. apríl 2017 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona frá Sviss var handtekin á Höfn í Hornarfirði seint á laugardagskvöld fyrir að hafa smyglað lifandi ketti til landsins. Konan kom til landsins með Norrænu síðastliðinn þriðjudag. Frá þessu greinir RÚV.

Haft var samband við Hjört Magnason, héraðsdýralækni á Austurlandi eftir að upp komst að konan væri með kött meðferðis í húsbíl sínum. Hjörtur hafði í kjölfarið samband við lögreglu. Kettinum hefur verið lógað og þá Matvælastofnun fyrirskipað að húsbílinn verði sótthreinsaður á kostnað eigandans.

Samkvæmt lögum um innflutning dýra þarf að sækja um innflutningsleyfi og uppfylla margvísleg heilbrigðisskilyrði áður en hægt er að flytja dýr til landsins. Einnig þurfa dýr að vera í einangrun í fjórar vikur og einungis er heimilt að flytja þau inn í gegnum Keflavíkurflugvöll. Samkvæmt lögunum skal dýrum sem smyglað er inn til landsins vera lógað tafarlaust og skrokkum þeirra eytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt