fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hefur ferðast hjóli í 7 ár: „Ef ég get hjólað kringum heiminn þá get ég allt.“

Bretinn Leigh Timmis kom heim í dag eftir heimsreisu á hjóli

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. apríl 2017 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 35 ára gamli Breti Leigh Timmis hefur ferðast um heiminn á hjóli frá árinu 2010 en ferðalag hans endar í dag.

Á þeim sjö árum sem ferðalagið hefur varað hefur Leigh horfst í augu fjallaljón, sungið fyrir björn og óttast dauðann eftir að hann týndi vatnssekk í ástralskri eyðimörk. Allt þetta hefur hann gert fyrir ekki meira en fimm pund á dag eða sem samsvarar 700 íslenskum krónum.

Mælirinn sýnir að Leigh hefur hjólað 70.000 kílómetra
Langferð Mælirinn sýnir að Leigh hefur hjólað 70.000 kílómetra

Mynd: BBC Leigh Timmis

Timmis á að baki 70.000 km langa ferð. Þegar hann nálgast heimbæ sinn Derby á England segist hann hugsa til ferðarinnar með brosi á vör. „Allur heimurinn hefur verið bakgarðurinn minn“ segir hann og bætir við að hann hafi aldrei hugsað um hvað myndi gerast að ferðinni lokinni.

Fyrir sjö árum var Leigh þunglyndur og fannst vanta stefnu í líf sitt. Það var þá sem hann ákvað að ferðast kringum hnöttinn á hjóli. Upphaflega reiknaði hann með að ferðin tæki tvö ár, en á meðan á ferðinni stóð safnaði hann pening fyrir frístundamiðstöð barna í Derby. Áætlanir Leigh breyttust þó fljótt.

Leigh notaði tímann á ferðum sínum til að kynnast heimamönnum
Í Mexíkó Leigh notaði tímann á ferðum sínum til að kynnast heimamönnum

Mynd: Leigh Timmis

Hann segir í samtali við BBC Að hann hafi ekki vitað út í hvað hann væri að fara. Hann talaði ekki erlend tungumál og vissi ekki hvernig ætti að sofa úti í náttúrunni. Hann byrjaði því á að hitta fólk, eyða kvöldunum með því og hitta fjölskyldur þess. Ferðin breyttist því fljótt úr því að flýta sér frá einu landi til þess næsta í að upplifa hvert land fyrir sig.“

Hljólið sem Leigh notaði til ferðalagsins
Dolly Hljólið sem Leigh notaði til ferðalagsins

Mynd: BBC Leigh Timmis

Á ferðalagi sínu svaf Leigh oftast í tjaldi. Allan farangur sinn hafði hann á hjólinu sem var smíðað sérstaklega fyrir hann í heimabænum Derby. Leigh segir það hafi sannarlega breytt lífsýn sinni að lifa svo einföldu lífi í þetta langan tíma. Hann segist vilja vinna með börnum eftir heimkomuna. Segja þeim frá ferðinni og kenna þeim hvað sé mögulegt að gera.
„En það verða pottþétt fleiri ævintýri,“ segir hann. „Ef ég get hjólað kringum heiminn þá get ég allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala