fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Fasteignaverð gæti náð sögulegu hámarki í apríl

Verð á sérbýli hefur tekið verulega við sér síðustu mánuði

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 19. apríl 2017 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birti Þjóðskrá Íslands tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í mars. Hækkanir milli mánaða voru verulegar að þessu sinni og meiri en hafa sést lengi og virðist takturinn stígandi. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mánaða í mars. Þar af hækkaði fjölbýli um 2,5% og sérbýli um 3,3%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 21,3% á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 20,2% og er heildarhækkunin 20,9%.

Sérbýli hefur tekið við sé

Í Hagsjá, vefriti hagfræðideildar Landsbankans segir að hækkanir síðustu 12 mánaða séu mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Verð á sérbýli hefur tekið verulega við sér síðustu mánuði og þróast nú með svipuðum hætti og á fjölbýlinu. Þróunin síðustu misseri var lengi vel talsvert ólík.

Í mars 2016 var árshækkun sérbýlis t.d. 3,6%, samanborið við 20,2% árshækkun í mars 2017. Hækkanir á bæði fjölbýli og sérbýli hafa aukist verulega allra síðustu mánuði. Þá segir í Hagsjá að árshækkun fasteignaverðs var lengi vel á bilinu 8-10% en er nú komin yfir 20% markið.

Verðbólga hefur verið lág og stöðug síðustu misseri og því hefur raunverð fasteigna hækkað mun meira en ella. Að undanskildum húsnæðiskostnaði hefur ríkt verðhjöðnun í hagkerfinu frá því um mitt ár 2016. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í marsmánuði var þannig um 1,7% lægri en í mars 2016, þannig að allar nafnverðshækkanir á húsnæði síðasta árið koma nú fram sem meiri raunverðshækkun en sú tala sýnir.

Raunverð fasteigna hefur þannig hækkað um u.þ.b. 21,3% á einu ári frá mars 2016 til mars 2017.

Raunverð fasteigna komst hæst í október 2007 en féll síðan mikið eftir það. Nú í mars vantar einungis um 1% upp á raunverðið til þess að sögulegri hæstu stöðu verði náð aftur. Miðað við þróunina undanfarið mun það gerast í apríl.
Svipaðar breytingar í stærri bæjum Miklar hækkanir fasteignaverðs einskorðast ekki við höfuðborgarsvæðið. Sé litið á stærstu sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins má sjá að þróunin er mjög svipuð þar.

Fasteignaverð hækkar á landsbyggðinni

Fram til loka síðasta árs hélst þróunin á Akureyri og Akranesi vel í hendur við þróunina á höfuðborgarsvæðinu. Akureyri þróast enn í takt við höfuðborgarsvæðið, en Akranes hefur aðeins gefið eftir. Verðþróun í hinum tveimur sveitarfélögunum, Árborg og Reykjanesbæ, var lengi vel mun hægari en á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Akranesi.

Síðustu tvö ár hefur verð fasteigna hækkað mun meira í Árborg og í Reykjanesbæ en annars staðar þannig að verðmunurinn á þeim og hinum sveitarfélögunum hefur minnkað mikið. Þróunin verður líklega svipuð áfram Mikil kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna var lengi vel helsti drifkraftur hækkana fasteignaverðs.

Nokkuð hefur dregið úr kaupmáttaraukningu og því er það einkum misvægi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignum sem heldur spennunni á markaðnum uppi. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá stöðu og virðast flestir sammála um að nokkur ár muni líða þar til jafnvægi næst á markaðnum.

Eins og margoft hefur verið bent á hér í Hagsjám hefur bygging nýrra íbúða ekki haldið í við þörfina og það ástand því viðhaldið spennu á markaðnum. Eins og kom fram í nýlegri Hagsjá um þessi mál eru nú merki um að mjög hagstætt sé að byggja íbúðarhúsnæði. Það tekur hins vegar langan tíma að auka framboð húsnæðis og því mun þetta spennuástand vara í nokkur misseri enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“
Fréttir
Í gær

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist
Fréttir
Í gær

Úr boltanum í Biskupsstofu

Úr boltanum í Biskupsstofu
Fréttir
Í gær

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu