fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Þau hefðu ekki átt að deyja

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 7. mars 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Hilmar Jóhannesson, 34 ára. Berglind Heiða Guðmundsdóttir, 30 ára. Marínó Nordquist, 37 ára. Alma Þöll Ólafsdóttir, 18 ára. Guðrún Pálsdóttir, 45 ára, og Linda Dröfn Pétursdóttir, 54 ára.

Hvaða fólk er þetta sem hér er talið upp? Jóhannesi Hilmari er m.a. lýst sem glaðlyndum og jákvæðum orkubolta. Hann eignaðist þrjú börn. Afi Jóhannesar sagði þann 16. júlí í fyrra:

Marínó
Marínó

„Það var ábyrgðarfullur en bjartsýnn ungur fjölskyldufaðir sem lagði af stað að heiman til síðasta vinnudags fyrir langþráð sumarfrí með fjölskyldunni. Sólin brosti glatt og engan grunaði að hamingjunni yrði svipt í burtu á einu andartaki.“

Jóhannes er dáinn. Hann lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut. Hin sem talin eru upp hér að framan hvíla líka í kirkjugarði. Þetta er ekki upptalning á öllum sem hafa látist á Reykjanesbraut eða Grindavíkurvegi. Þau eru fleiri. Vinkona Berglindar, Dagný Þórunn, segir að Berglind hafi verið með stórt hjarta, fallega sál og verið góð móðir. Linda Dröfn átti eiginmann og þrjú uppkomin börn og tvö barnabörn.

Alma Þöll
Alma Þöll

Alma Þöll lést þann 12. janúar á Grindavíkurvegi. Guðrún Pálsdóttir lést á þessum sama vegi þann 6. mars síðastliðinn. Linda Dröfn lést þann 24. febrúar eftir bílslys á Reykjanesbraut. Á sunnudag varð bílslys á svipuðum slóðum til móts við Álverið í Straumsvík. Þá voru fjórar manneskjur fluttar alvarlega slasaðar á spítala. Ekki er vitað um líðan þeirra á þessari stundu.

Jóhannes Hilmar
Jóhannes Hilmar

Íbúar á Suðurnesjum hafa barist fyrir úrbótum á báðum þessum vegarköflum en Reykjanesbraut er fjölfarnasti vegarkafli landsins. Eftir að Reykjanesbrautin var tvöfölduð að hluta hefur ekki orðið banaslys á þeim kafla. Eftir stendur vegarkafli hvor sínum megin við tvöföldunina sem getur verið stórhættulegur við ákveðnar aðstæður. Og ekkert er gert þrátt fyrir mótmæli Suðurnesjabúa sem hafa fengið nóg af því að kveðja fólk sem hefði aldrei þurft að láta lífið með þessum hætti ef ráðamenn hefðu lagt við hlustir. Raddir íbúa hafa orðið háværari með hverju dauðsfallinu. En lítið hefur verið aðhafst. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur greint frá því að ekki sé fyrirhugað að fara í vegaframkvæmdir á þessum einbreiða vegarkafla við Straumsvík fyrr en árið 2019. Ásmundur hefur sjálfur sagt að þessu verði að breyta og óhætt er að taka undir það. Allt of margir hafa ekki skilað sér heim.

Berglind Heiða Guðmundsdóttir
Berglind Heiða Guðmundsdóttir

Samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra bifreiðareigenda eru skatttekjur hins opinbera af bílum og umferð gróflega áætlaðar um 70 milljarðar á þessu ári. Ef fjárlög fyrir árið 2017 eru skoðuð kemur í ljós að 35 milljarðar fara til Vegagerðarinnar. Það þýðir samt ekki að allar þessar þrjátíu og fimm þúsund milljónir fari í nýbyggingar og viðhald vega því nýverið tók Vegagerðin við nokkrum vitum á Íslandi auk þess sem einhverjar hafnir voru færðar undir stofnunina. Taka má dæmi um nýju Vestmannaeyjaferjuna. Hún fellur nú undir Vegagerðina. Ef þeir liðir, sem ekki tengjast beint vegakerfi landsins, eru teknir burt standa eftir 21,8 milljarðar. Þetta er tæpt eitt prósent af vergri landsframleiðslu en var í kringum tvö prósent fyrir hrun. Þrátt fyrir aukna umferð samhliða ferðamennsku virðist sú pólitíska ákvörðun hafa verið tekin að skera niður í samgöngum. En banaslys valda ekki aðeins sorg og lama lítil samfélög. Þau kosta tugi og oftar en ekki hundruð milljónir þegar allt er tínt til. Það mættu þeir ráðamenn hafa í huga sem halda fast utan um budduna.

Linda Dröfn Pétursdóttir
Linda Dröfn Pétursdóttir

Tekin var ákvörðun um að flýta mislægum gatnamótum við Krísuvíkurveg sem átti að fara í á næsta ári. Þær framkvæmdir verða boðnar út á næstu dögum. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur sagt að hann vilji draga úr slysahættu á Reykjanesbraut. Nú þarf hann að bregðast við og flýta framkvæmdum og helst hefjast handa á þessu ári. Ef stjórnvöld gera það ekki verður það á þeirra ábyrgð ef afi og amma skrifa á svipaðan hátt og Guðmundur og Guðmunda, afi og amma Ölmu Þallar, skrifuðu þann 12. janúar síðastliðinn

„Hjá ömmu og afa hlaðast upp minningar um yndislegt ömmu- og afabarn okkar sem alltaf kom brosandi með faðminn opinn og geislaði af gleði […] Amma og afi þakka henni fyrir allar góðu stundirnar sem hún gaf okkur með sinni fallegu nærveru. Megi ljós Guðs vaka yfir þér og vera þér allt um kring á þeim stað sem þú dvelur nú.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kona má ekki heita kona – Má þó heita Náttúra og Kráka : „Bara kvenfyrirlitning, hrein og klár“

Kona má ekki heita kona – Má þó heita Náttúra og Kráka : „Bara kvenfyrirlitning, hrein og klár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Merkel komi til Íslands í ágúst

Fullyrt að Merkel komi til Íslands í ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

41 mál bókað hjá lögreglu frá miðnætti – Grunur um miðnæturgrill

41 mál bókað hjá lögreglu frá miðnætti – Grunur um miðnæturgrill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ógnaði börnum með exi – Fékk vægan dóm

Ógnaði börnum með exi – Fékk vægan dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ómar fékk sjokk þegar hann kom frá Spáni: Fær móral yfir því að vera þátttakandi í þessari menningu

Ómar fékk sjokk þegar hann kom frá Spáni: Fær móral yfir því að vera þátttakandi í þessari menningu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn stærsti lottópottur sögunnar á laugardag

Einn stærsti lottópottur sögunnar á laugardag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Bjarna hafa lítillækkað Katrínu: „Nú opinberaði hann yfirburði sína yfir Katrínu “

Segir Bjarna hafa lítillækkað Katrínu: „Nú opinberaði hann yfirburði sína yfir Katrínu “