fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
FréttirLeiðari

Bókin lifir

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 10. mars 2017 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lestur er ekki bara dægrastytting, heldur svo miklu meira og merkilegra. Lestur eflir ekki einungis málskilning og orðaforða einstaklinga heldur á líka sinn þátt í því að auka hæfni þeirra til að setja sig í spor annarra og finna til samkenndar með þeim. Í bókum kynnist lesandinn persónum og stöðum, sumum raunverulegum, öðrum ímynduðum. Hann sogast inn í heim verksins og er að ferðast þótt hann sé um leið staddur á sama stað. Sá sem hefur ánægju af lestri mun líklega aldrei glata hæfileikanum til að hrífast og mun einnig búa að þeirri gæfu að hafa ríkt ímyndunarafl. Slíkur er máttur góðra bóka.

Við lifum í samfélagi þar sem börn jafnt sem fullorðnir eru óeðlilega háð símanum og samfélagsmiðlum og vilja jafnvel fremur eiga samskipti við fólk í gegnum þá miðla en augliti til auglitis. Það bregst ekki að á mannamótum eru alltaf einstaklingar sem eru uppteknari af símanum sínum en því að eiga viðræður við aðra. Í slíku samfélagi er ekki sérlega líklegt að bóklestur þyki eftirsóknarverður, hann er líklegri til að þróast í þá átt að verða fyrir afmarkaðan hóp sem þykir fyrir vikið sérviskulegur, jafnvel undarlegur.

Við skulum samt ekki örvænta. Og allra síst núna þegar fréttir berast af því að í sérstöku lestrarátaki sem kennt er við Ævar vísindamann hafi krakkar lesið rúmlega 63 þúsund bækur á tveimur mánuðum. Þetta var í þriðja sinn sem Ævar vísindamaður stóð fyrir lestrarátaki en örugglega ekki það síðasta. Vonandi styrkja stjórnvöld hann í þessu góða verkefni. Til hvers er til dæmis menntamálaráðuneyti ef ekki til að styðja við þetta verðuga verkefni hans? Framtak hans sýnir að það er sannarlega hægt að fá börn til að líta upp úr símanum og öðrum tækjum og ganga inn í hinn þroskandi heim bókanna.

Börn þurfa góðar fyrirmyndir og það hvetur þau ekki beinlínis til bóklesturs þegar þeir fullorðnu í umhverfinu sjást sjaldan niðursokknir í bók. Það á að lesa fyrir börn, leyfa þeim að skoða bækur og halda stöðugt að þeim bókum. Það er ekki nóg að þetta sé einungis gert í skólum, á heimilum landsins á bóklestur að vera hluti af hinu daglegu lífi sem fyrir vikið verður enn skemmtilegra en ella.

Margt í íslensku samfélagi tengist bókum. Þar verður að nefna hinn árlega bókamarkað. Það er ekki sjálfgefið að ungir sem aldnir streymi á sama staðinn til að kaupa bækur. Það gerist í Reykjavík á hverju ári og á Akureyri þar sem bókelskir norðanmenn gleðjast. Bókamarkaðurinn hefur verið haldinn í áratugi og þangað hafa fullorðnir mætt með börnin sem fá að velja sér bækur. Ekkert bendir til að sá siður sé á undanhaldi. Meðan svo er þá er bókin sprelllifandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips