fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Sjálfstæðisflokkurinn aftur stærstur

Vinstri grænir tapa fylgi upp á 3,1 prósentustig

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 27. febrúar 2017 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi íslenskra flokka í nýjustu könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú 26,9% en var 24,4% í síðustu könnun sem lauk 15. febrúar 2017. Vinstri grænir mældust með næst mest fylgi eða 23,9%. Það er lækkun um 3,1 prósentustig frá síðustu mælingu. Þó þarf að taka fram að líkt og fylgisbreytingar annarra flokka, eru sveiflurnar á fylgi flokkanna innan vikmarka. Fylgi Framsóknarflokksins jókst um 1,5% milli kannana og mælist fylgið nú 12,2%.

Píratar mælast með 11,6% fylgi, Samfylkingin með 8,0%, Viðreisn með 6,3% og Björt framtíð með 5,2% fylgi. Flokkur fólksins mældist með 2,5% en fylgi annarra flokka mældist undir 1%. Stuðningur við ríkisstjórnina hækkaði milli kannana og kváðust 37,9% styðja ríkisstjórnina. Það er 3 prósentustiga hækkun frá síðustu könnun.
Könnunin var gerð dagana 17. til 24. febrúar 2017, spurðir voru 928 einstaklingar 18 ára og eldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu