fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
FréttirLeiðari

Einsleit hótelborg

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 24. febrúar 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er svo komið að ef sést glitta einhvers staðar í auðan reit á höfuðborgarsvæðinu þá fá peningamenn glampa í augun og fyllast gríðarlegri þrá til að reisa þar hótel eða gistiheimili. Of fáir virðast hafa áhuga á að stöðva þá. Niðurstaðan er sú að miðborgin hefur smám saman verið að breytast í eitt stórt hótelsvæði með tilheyrandi lundabúðum sem selja svo að segja allar sama varninginn. Í blaði dagsins sýnir DV með myndrænum hætti hótelin á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega í og við miðborgina. Sú mynd sýnir að hér hefur geisað hótelæði – sem virðist síst í rénun.

Svo sannarlega eru enn í borginni falleg svæði og gömul uppgerð hús sem gleðja augað. Um leið vaxa áhyggjur af því að farið verði að hrófla við þessum stöðum. Hin gráðugu augu peningamannanna láta fátt í friði, ef hægt er rífa gamalt hús til að troða þar forljótu háhýsi þá er það gert. Ef fallegt tré er of fyrirferðarmikið er það fellt til að koma fyrir enn einu hótelinu.

Í Reykjavík eru hótel og gistiheimili svo að segja á hverju horni. Ár hvert verður ekki betur séð en að nú sé komið nóg og upp rís krafan „Ekki meir! Ekki meir!“, með litlum árangri því stöðugt berast fréttir af enn frekari framkvæmdum. Engin heildarstefna virðist vera til. Meðan menn vilja byggja hótel þá fá þeir það. Reykjavík er að verða einsleit borg. Ekki er mikill sjarmi yfir því.

Kannanir sýna að þeir erlendu ferðamenn sem hingað koma eru langflestir ánægðir með dvöl sína og vilja gjarnan koma aftur. Þetta getur hins vegar breyst mjög skyndilega. Ferðamaður sem kemur til nýs lands má ekki upplifa landið sem túristagildru, stað þar sem reynt er að plokka sem mesta peninga af honum. Hér á landi er þessi hætta fyrir hendi. Það er dýrt að dvelja á Íslandi og ferðamenn hljóta að spyrja sig hvort það sé þess virði. Einn daginn kann ferðamannastraumnum að linna og eftir standa auð hótelherbergi og lundabúðir með varning sem selst sáralítið. Vonandi á Reykjavík ekki eftir að minna á Ólympíuleikaborg, að loknum leikum, með mannvirki sem engum tilgangi þjóna lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einfætt íþróttakona ósátt við að þurfa að kaupa skópar hjá Nike – Þarf að henda helmingnum í ruslið

Einfætt íþróttakona ósátt við að þurfa að kaupa skópar hjá Nike – Þarf að henda helmingnum í ruslið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Íranir vilji ekki stigmögnun átaka en hafi viljað senda sterk skilaboð

Segir að Íranir vilji ekki stigmögnun átaka en hafi viljað senda sterk skilaboð