fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Fréttir

Braut siðareglur Framsóknarflokksins

Jóni Inga ber að víkja úr trúnaðarstörfum á meðan mál hans vegna meintra skattsvika er fyrir dómstólum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. febrúar 2017 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ingi Gíslason, formaður kjördæmasambanda Reykjavíkur, KFR, braut 2. grein siðareglna Framsóknarflokksins sem varða heiðarleika og hagsmunaárekstra. Jón Ingi gegnir trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og á sæti í landsstjórn flokksins. Þá situr hann í tveimur nefndum á vegum Reykjavíkurborgar. Siðanefnd hefur sagt að Jón Ingi eigi að víkja úr trúnaðarstörfum flokksins.

Hann vildi ekki svara spurningum DV þegar blaðamaður hafði samband við hann. „Ég er á hlaupum og hef ekki tíma,“ sagði Jón Ingi ítrekað við blaðamann, sem ætlaði að spyrja hann hvort hann hygðist víkja úr trúnaðarstörfum á vegum flokksins á meðan mál hans væri fyrir dómstólum. Áréttingu blaðamanns um að erindið væri mjög brýnt svaraði hann á sömu lund, áður en hann lagði á.

Fyrir fjórum árum greindi DV frá því að Jón Ingi hefði verið ákærður af sérstökum saksóknara fyrir stórfelld skattsvik. Hélt saksóknari fram að Jón Ingi hefði vantalið fjármagnstekjur sínar um 110,5 milljónir og stungið 11 milljónum undan skatti.

Niðurstaða siðanefndar í heild sinni

Eftir að hafa kynnt sér málavöxtu og með siðareglur Framsóknarflokksins að leiðarljósi kemst siðanefnd að þeirri niðurstöðu að Jón Ingi Gíslason hafi ekki farið að 2.gr. siðareglna flokksins.

Hann valdi að greina ekki frá dómsmáli sem var í farvatninu gegn honum við kjör formanns kjördæmasambandanna í Reykjavík þann 14. nóvember sl. Það er mat siðanefndar að Jóni Inga beri að stíga til hliðar úr öllum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn á meðan mál hans er í meðferð hjá dómstólum.

Vert er að vekja athygli á 10.gr. um meðferð brota á siðareglum. Þar segir að siðanefnd skal halda trúnað um tilkynningar sem berast nefndinni. Einnig að hver sá einstaklingur sem á einhvern hátt er talinn hafa brotið siðareglurnar geti kært þá niðurstöðu til laganefndar flokksins sem kveður þá upp endanlegan úrskurð í málinu.

Í umfjöllun DV þann 29. maí 2013 var greint frá því að tekjurnar væru til komnar vegna skattskyldra afleiðuviðskipta Jóns Inga með gengisvísitölu íslensku krónunnar en hann hagnaðist um 13,3 milljónir króna á þessum viðskiptum árið 2007. Árið eftir var hagnaðurinn gríðarlegur, eða tæpar 97 milljónir króna. Jón Ingi neitaði sök við þingfestingu fyrir fjórum árum. Ákæran var dómtekin í byrjun janúar og fer aðalmeðferð fram í júní.

Brást ókvæða við

Þegar málið komst í hámæli ákvað Jón Ingi að stíga til hliðar sem formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur. Í samtali við DV þann 4. júní 2013 sagði Jón Ingi að hann hefði starfað lengi fyrir Framsóknarflokkinn og hann hygðist taka sér algjört frí frá öllum störfum fyrir flokkinn á meðan dómsmálið stæði yfir. Tveimur árum síðar var Jón Ingi orðinn formaður kjördæmasambanda Reykjavíkur og á sæti, eins og áður, segir í landsstjórn flokksins og í nefndum á vegum borgarinnar þegar málið er óútkljáð.

Hver er Jón Ingi

Jón Ingi er þekkt stærð í Framsóknarflokknum. Hann þykir mikill smali og er sagður hafa átt stóran þátt í skipuleggja mikinn kosningasigur Framsóknarflokksins 2013. Þá vöktu athygli og umtal fréttir þegar greint var frá því að Jón Ingi ræktaði bardagahana í Dóminíska lýðveldinu.

Hanaat gengur út á að tveimur hönum er att saman, þar til annar haninn drepur hinn. Hanaat er ólöglegt á Íslandi, eins og í flestum vestrænum ríkjum. Þorfinnur Guðnasona kvikmyndagerðarmaður framleiddi heimildamynd um Jón Inga. Í samtali við Stöð 2 vísaði Jón Ingi gagnrýni um dýraníð á bug.

Titringur á bak við tjöldin

Jón Ingi var kosinn formaður KFR árið 2015 og endurkjörinn með minnsta mun þann 14. nóvember 2016. Samkvæmt heimildum DV var kosningin kærð og er sú kæra umfangsmikil. Hefur kæran valdið titringi sem og erindi ungs Framsóknarmanns til siðanefndar sem telur Jón Inga vanhæfan til að gegna embætti þar sem ekki hafi verið dæmt í máli hans.

Jón Ingi, sem sagði í fjölmiðlum að hann ætlaði ekki að taka að sér ábyrgðarstörf innan flokksins á meðan mál hans væru útkljáð, var orðinn formaður KFR tveimur árum síðar. Lítil umræða var um þessi mál og töldu margir innan flokksins að málið hefði verið látið niður falla eða um misskilning hefði verið að ræða. Jón Ingi var afar harðorður eftir að fjallað var um málið í fjölmiðlum árið 2013.

Hann sagði m.a: „Það hljóta að vera undarlegar sakir að ákæra menn fyrir að telja ekki fram tap, peninga sem menn aldrei fengu, aldrei vissu af og höfðu engan ráðstöfunarrétt yfir. Þetta voru kallaðar galdrabrennur hér áður fyrr.“

##Erindi til siðanefndar
Þann 11. febrúar barst siðanefnd Framsóknarflokksins formlegt erindi þar sem vakin var athygli á stöðu Jóns Inga. Í skriflegu erindi til siðanefndar var vísað í 2. grein siðareglnanna en þar segir um heiðarleika og hagsmunaárekstra:„Öllum störfum í þágu flokksins skal gegna af trúmennsku og heiðarleika. Greina skal opinberlega frá öllum persónulegum hagsmunum sem geta haft óeðlileg áhrif á störf í þágu flokksins.“

Segir að þegar Jón Ingi hafi verið kosinn formaður kjördæmasambandanna í Reykjavík á kjördæmaþingi í nóvember síðastliðnum hefði honum borið, samkvæmt siðareglum, að geta þess að málinu væri ekki lokið svo fundarmenn gætu tekið upplýsta ákvörðun um val á formanni. Ákæran gæti skaðað Framsóknarflokkinn og traust á honum.

Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, fékk afrit af niðurstöðu siðanefndar. Í niðurstöðunni segir meðal annars: „Jón Ingi valdi að greina ekki frá dómsmáli sem var í farvatninu gegn honum við kjör formanns kjördæmasambandanna í Reykjavík þann 14. nóvember sl. Það er mat siðanefndar að Jóni Inga beri að stíga til hliðar úr öllum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn á meðan mál hans er í meðferð hjá dómstólum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir lokun fangelsins

Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir lokun fangelsins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mörg dæmi um að Íslendingar sem fengið hafa COVID-19 myndi ekki mótefni – Geta sýkst aftur

Mörg dæmi um að Íslendingar sem fengið hafa COVID-19 myndi ekki mótefni – Geta sýkst aftur
Fréttir
Í gær

Sexmenningarnir í Hvalfjarðargangamálinu: Samtals 22 ára fangelsi – Jara í Goldfinger fékk 3 ár

Sexmenningarnir í Hvalfjarðargangamálinu: Samtals 22 ára fangelsi – Jara í Goldfinger fékk 3 ár
Fréttir
Í gær

Segir karlmenn með lítið sjálfstraust uppnefna Kára

Segir karlmenn með lítið sjálfstraust uppnefna Kára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sparkar erlendum nemendum í fjarnámi úr landi

Trump sparkar erlendum nemendum í fjarnámi úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veðurvaktin: Áfram hlýtt og stillt veður – Bongó framundan.

Veðurvaktin: Áfram hlýtt og stillt veður – Bongó framundan.