fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
FréttirLeiðari

Hinn kristilegi kærleiksandi

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 22. desember 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem eru vel launaðir ættu að telja það sjálfsagða siðferðilega skyldu sína að styrkja góð málefni þar sem hugað er að þeim sem þarfnast aðstoðar. Reyndar er ekki hægt að ætlast til að þeir feti allir í fótspor forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, sem lætur launahækkun sem kjararáð veitti honum renna til góðgerðarmála. En það er þó ekki óeðlilegt að ætlast til þess að þeir sem búa við munað láti eitthvað af hendi rakna til þeirra sem búa við bág kjör eða eiga erfitt af einhverjum ástæðum. Það er vitað að þetta gera sumir þeirra einstaklinga sem flokka má sem forríka, en þeir eru um leið ekki sérstaklega að auglýsa góðverk sín opinberlega. Ástæða er til að benda á þetta því þjóðfélagsumræðan á Íslandi er stundum á þann veg að það virðist flokkast sem dauðasynd að vera vel efnaður og þeir sem eru það eru taldir spilltir og útsmognir. Það er einfaldlega ekki algild regla að fólk verði af aurum api, þótt of margir verði það því miður.

Nokkurt uppþot hefur orðið vegna ríflegrar og afturvirkrar launahækkunar sem biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, fékk á dögunum. Agnesi hafa ekki verið vandaðar kveðjurnar, enda er til siðs á mörgum bæjum að víkja illu að þjóðkirkjunni, biskupi og prestum við hvert mögulegt tækifæri. Það verður reyndar að segjast eins og er að tímasetning þessara tíðinda er afleit. Frétt nokkrum dögum fyrir jól um rúmar þrjár milljónir í eingreiðslu til biskups kveikir elda á sama tíma og vitað er að hópur fólks á vart í sig og á um jólin. Nú skal vonað að biskup hneigi höfuð sitt í auðmýkt og láti einhvern hluta eingreiðslunnar renna til góðra málefna. Það væri í anda kristilegs kærleiksanda.

Kristilegur kærleiksandi birtist svo einmitt nokkuð óvænt þegar fréttist að ríkisstjórnin hefði ákveðið að veita tæpar fimm milljónir í viðbótargreiðslur til hælisleitenda og auðvelda þeim þannig að gera vel við sig um jól. Ekki sjá þó allir ástæðu til að hrósa því verki hennar. Það er einfaldlega svo að um leið og fréttist af aðstoð við hælisleitendur eða flóttamenn rís upp afar hávær kór og fer að reikna út hvað væri hægt að gera fyrir fátæka Íslendinga fyrir þá peninga sem settir eru í aðstoð við útlendinga. Þessi öfgafulla nálgun reiðs fólks er ekki bara hvimleið og heimskuleg, hún er á skjön við þann náungakærleik sem farsælast er að menn ástundi.

Jólin skipta okkur allflest máli og þá finnst okkur að öllum eigi að líða vel, geti notið góðs matar og fengið gjafir sem gleðja. Gæðunum er hins vegar misskipt. Þeir sem búa við góð efni, hvort sem það er ríkisstjórn í góðæri, vel launaður forseti og biskup eða aðrir, eiga að sýna gjafmildi og örlæti. Öll eigum við svo að muna eftir náungakærleiknum.

DV óskar landsmönnum gleðilegra jóla!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk