fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Steinunn fjallar um ofsóknirnar gegn sér: „Átta ár síðan ég lenti í mínu ofbeldi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 3. desember 2017 18:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá ofbeldi og ofsóknum sem hún varð fyrir vegna stjórnmálastarfa sinna í þættinum Silfrið í dag.

Hér má horfa og hlusta á myndskeiðið úr þættinum.
Egill Helgason ritar pistil um málið á Eyjuna í dag og segir:

„Steinunn lýsti ofsóknunum sem hún varð fyrir eftir hrun þegar hópur fólks stóð kvöld eftir kvöld utan við heimili hennar, meðal annars karlar í kraftgöllum. Þetta var gróft og óhugnanlegt einelti gagnvart henni og fjölskyldu hennar.

Þetta var í upplausnarástandinu eftir hrun. Stundum lá við múgræði, að reitt fólk ætlaði að taka lögin í sínar eigin hendur. Í þessu tilviki snerist málið um stjórnmálamenn sem höfðu þegið fé frá stórfyrirtækjum í kosningabaráttu. Þar voru ýmsir nefndir til sögunnar, eins og sjá má í fréttum frá þessum tíma, auk Steinunnar Guðlaugur Þór Þórðarsson, Helgi Hjörvar, Björn Ingi Hrafnsson og fleiri.

Auðvitað voru þessar styrkveitingar óeðlilegar – og síðar hafa verið sett lög sem gera þær óheimilar. En svona gerðust kaupin á eyrinni fyrir hrun.

En ofsinn beindist gegn Steinunni Valdísi. Hún gerði samviskusamlega grein fyrir styrkjunum í fjölmiðlum. En það var hún sem var tekin fyrir. Vaktin var staðin utan við heimili hennar, ekki hinna. Maður veltir fyrir sér hvaða skýringar eru á þessu. Þótti hún liggja betur við höggi en hinir. Eða var það vegna þess að hún er kona?

Þetta endaði með því að Steinunn Valdís sagði af sér þingmennsku vorið 2010, þrýstingurinn á hana innan úr flokknum varð líka mikill og flokksfélagar hennar skoruðu á hana að hætta. Hún hvarf úr pólitík. En aðrir sem voru í svipaðri stöðu og hún hörkuðu af sér og störfuðu áfram. Frekar karlarnir en konurnar – því Þorgerður Katrín hvarf líka úr varaformannsstóli hjá Sjálfstæðisflokknum.

Sjá fyrri frétt DV um mál Steinunnar Valdísar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu