fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Brynjar segir konur ekkert skárri: „Það er bara verið að lýsa lífinu“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 22. nóvember 2017 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun en þar sagði hann að allir þyrftu að bæta sig hvað varðar kynferðislegt áreiti, bæði konur og karlar.

„Ég held að menn séu í þessari umræðu svolítið að grauta saman öllu alls konar áreiti og ofbeldi í mannlegum samskiptum. Allt þetta er jafn óþægilegt og ósæmileg hegðun alls staðar. Við þurfum öll að bæta okkur í því, öll sömul,“ sagði Brynjar og var svo spurður um hvort þetta ætti ekki helst við um karla. „Að þessu leyti allavega,“ svaraði hann.

Brynjar var sérstaklega spurður um hvort hann hafi orðið var við kynferðislegt áreiti innan stjórnmála. „Sömu samskipti sér maður alls staðar, bæði hjá konum og körlum. Þetta er í allar áttir. Það er hluti af mannlegu samfélagi, sumir fara yfir einhverja línu , sumt er ósæmilegt. Svo getum við haft mismunandi skoðanir á öðru. Hérna kristallast vandamál í mannlegu samfélagi,“ sagði Brynjar.

Þáttastjórnandi spurði hann hvort verið væri að gera úlfalda úr mýflugi. „Nei, nei, ég er ekkert að tala um að það er bara verið að lýsa lífinu, mannlífinu. Þetta er bara samfélagslegur veruleiki og upplifun er með ýmsum hætti í því og ég efast ekkert um þetta allt saman,“ sagði Brynjar.

Jón Steindór Valdimarsson var ásamt Brynjari í Bítinu og tók undir með þáttastjórnanda sem sagði að ekki allir karlmenn stunduðu kynferðislegt áreiti. „Það segir sig sjálft, eins og Brynjar kom inn á áðan, þá hefur samfélagið breyst og það er misjafn sauður í mörgu fé. Af því þú segir „við karlmenn“ þá er það partur af skipan mála, sem hefur komist á einhvern veginn, og það hefur sem betur fer dregið úr því þá voru alltaf til frændinn sem kom inn á heimilið eða gesturinn og ef það var gleðskapur þá vissu allir að þarna var maður sem væri þreifari,“ sagði Jón Steindór.

Brynjar var spurður út í ummæli Ragnars Önundarsonar og sagðist hann ekki hafa fylgst með því. „Ég heyrði nú bara eitthvað af þessu, miðað við það sem ég heyrði þá skil ég hann ekki alveg. Ég veit ekki alveg hvað hann er að fara. Mér er sama hvernig profile mynd fólks er með, það réttlætir ekki einhverja ósæmilega hegðun. Þó hún væri á gæruskinni berrössuð. Það réttlætir ekki einhverja hegðun, þó þér finnist myndin eitthvað djörf eða óeðlileg,“ sagði Brynjar.

Þáttastjórnandi sagði þá við Brynjar að þeir þekktu nú allir svona „þreifara“. Því svaraði Brynjar: „Ruddaleg framkoma og ósæmileg hegðun er í svo mörgu. Við sjáum þetta á hverjum degi jafnvel. Það fer svolítið eftir tíðarandanum hvort það sé látið viðgangast. Nú er annar tíðarandi en spurningin er hvort fólki tali ekki meira við þann mann sem sýnir ósæmilega hegðun. Það er ekki fyrr en það kom fram neitun sem menn fóru að gera eitthvað. Núna er búið að færa strikið svolítið til og menn eru að taka á þessum vanda,“ sagði Brynjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Gests – „Hann bjó yfir persónutöfrum og manngæsku sem er vandfundin“

Margir minnast Gests – „Hann bjó yfir persónutöfrum og manngæsku sem er vandfundin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sturlungar minnast Guðmundar – „Fengum við að sjá þennan dreng blómstra“

Sturlungar minnast Guðmundar – „Fengum við að sjá þennan dreng blómstra“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grunur um hættulega veirusýkingu í hundum á Egilsstöðum

Grunur um hættulega veirusýkingu í hundum á Egilsstöðum