fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Áslaug leiðréttir rugl Ragnars: „Hann ákvað að leita að eldri mynd sem væri hentug gagnrýni hans og pósta henni hjá sér“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. nóvember 2017 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt hjá Ragnari Önunardarsyni, fyrrverandi bankastjóra, að hún hafi skipt um forsíðumynd á Facebook vegna umdeildra athugasemda hans í gærkvöldi. Það hafi hún sannarlega ekki gert.

Líkt og hefur komið fram birt hann forsíðumynd Áslaugar Örnu á Facebook og virtist gefa í skyn að hún ætti lítið að tala um kynferðislegt áreitni verandi með slíka mynd.

Ragnar sagði á Facebook-síðu sinni í morgun:

„Áslaug Arna er búin að skipta myndinni út fyrir aðra betri. Krísan er leyst.“

Fjölmargir skrifuðu athugasemd við þessa færslu Ragnars, til dæmis Guðmundur Andri Thorsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, sem sagði:

„Og þér finnst þú hafa áorkað einhverju með því að þröngva konu til að skipta út ágætri mynd af sér . Og ert hinn hróðugasti. Má ég þá heldur biðja um „pólitíska rétthugsun“.“

Áslaug Arna skrifaði á Facebook-síðu sína nú rétt í þessu:

„Kærar þakkir fyrir falleg orð, ég má til með að leiðrétta rangfærslur Ragnars um að ég hafi loksins skipt um forsíðumynd vegna athugasemda hans. Þessi forsíðumynd var ekki í gær, heldur hef ég meira segja skipt tvisvar síðan ég hafði þessa. Hann ákvað að leita að eldri mynd sem væri hentug gagnrýni hans og pósta henni hjá sér. Það er auðvitað ákveðin kirsuberjatýnsla.“

Við athugasemd Guðmundar Andra hér að ofan, sagði Ragnar: „Það er fráleitt að ég hafi ,,þröngvað henni” til að skipta um mynd. Hún er bara skynsöm. Sjónarmið ykkar, pólitískra andstæðinga hennar, tekur hun væntanlega með fyrirvara.“

En, eins og Áslaug bendir sjálf á, þá skipti hún ekki um prófílmynd á Facebook eftir að Ragnar lét umdeild ummæli sín falla í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”