fbpx
Laugardagur 05.desember 2020
Fréttir

Gurrý svarar Töru Margréti: „Hún sækir bara í athygli við að dissa aðra“

Sagði tilgang Biggest Loser þáttanna að lítillækka og smána feitt fólk – Hvetur Töru Margréti til að einbeita sér að uppbyggilegum skrifum í stað niðurrifs – „Það eina sem hún gerir er að tæta aðra í sig á netinu og á facebook“

Auður Ösp
Mánudaginn 2. október 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi hegðun er skýrasta birtingarmyndin af því hvernig þið horfið á feitt fólk. Þið notfærið ykkur þennan jaðarhóp til að feta upp metorðastigann og skapa nöfn fyrir ykkur sjálf. Ekki reyna að segja að ykkur þyki vænt um fólkið sem þið smánið og niðurlægið fyrir framan myndavélarnar,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu og beinir þar orðum sínum til aðstandenda sjónvarpsþáttanna Biggest Loser. Guðríður Torfadóttir, þjálfari í þáttunum vísar ásökunum Töru Margrétar um fitufordóma á bug og hvetur Töru til að „skrifa eitthvað uppbyggilegt“ í stað þess að vera sífellt að rakka niður störf annarra.

Þann 30.september síðastliðinn birti DV.is viðtal við Stefaníu Fjólu Elísdóttur móður Áka Pálssonar, sem var sendur heim úr Biggest Loser eftir annan þátt. Fram kom í viðtalinu að Stefanía væri bæði ósátt við við þá framkomu sem sonur hennar varð fyrir í þáttunum og að hún teldi þá framkomu vera niðurbrjótandi.

Í tengslum við viðtalið tjáði Tara Margrét sig um Biggest Loser þættina á facebooksíðu sinni. Sagði hún þættina ekki snúast um fagmennsku og að hjálpa fólki.

„Tilgangur þáttanna hefur aldrei verið annar en að lítillækka og smána feitt fólk. Við búum því miður í samfélagi þar sem það selur. Og því meira brútal sem aðferðirnar eru, því meiri lítilsvirðing sem þjálfararnir sýna, því meira áhorf. Við myndum aldrei gúddera þennan ógeðslega sirkus fyrir neinn annan hóp einstaklinga en feitt fólk,“ ritaði Tara Margrét og þá vandaði hún aðstandendum þáttanna ekki kveðjurnar.

„Þetta er hreinn og klár viðbjóður og þeir sem standa að þessum þáttum mun verða minnst í sögubókum sem helstu stoðir fitufordóma hér á landi. Skjárinn, Evert, Gurrý. Hafið alla heimsins skömm fyrir!“

Skammast sín hvergi

Í samtali við útvarpsþáttinn K100 í morgun var Guðríður, betur þekkt sem Gurrý, spurð út í þessi ummæli Töru Margrétar og vísaði hún þá öllum ásökunum um fitufordóma á bug.

„Ég held að það séu mjög margir sem sjái að við erum raunverulega að gera mjög góða hluti. Nema Tara ætlar að vera svolítið sein að fatta það.“

Guðríður Torfadóttir, einnig þekkt sem Gurrý, er annar af þjálfurunum í sjónvarpsþáttunum Biggest Loser.
Guðríður Torfadóttir, einnig þekkt sem Gurrý, er annar af þjálfurunum í sjónvarpsþáttunum Biggest Loser.

Mynd: Youtube/skjáskot

„Ég myndi segja við hana Töru að það sé kominn tími til að hún og hennar samtök fari að skrifa eitthvað uppbyggilegt. Það eina sem þau gera er að gagnrýna aðra, í staðinn fyrir að skrifa greinar og hvetja fólk til að vera sátt í eigin skinni. Hún gerir það aldrei. Hún sækir bara í athygli við að dissa aðra og dæma hvað hinir eru að gera.

Ég myndi vilja sjá hana skrifa pistil um það sem hún stendur fyrir; að fólk eigi að vera sátt og það sé allt í lagi að vera feitur útlitslega. Sem ég er alveg sammála, þú mátt vera alveg eins og þú vilt. Þannig að: skrifaðu pistil og peppaðu fólk áfram í það. Það eina sem hún gerir er að tæta aðra í sig á netinu og á facebook.“

Þá tók Gurrý skýrt fram að hún skammaðist sín ekki fyrir neitt, enda vissi hún sjálf hvað hún stæði fyrir.

„Ég veit alveg hvað við erum að gera, við erum búin að gera geggjaða hluti, ég og Evert saman. Við erum búin að hjálpa fullt af fólki, bæði í Biggest Loser og svo fyrir utan, eitthvað sem hefur komið í kjölfarið.“

„Þið eruð ekki að vinna faglegt starf“

„Þetta vil ég segja við þig Gurrý: þú veist greinilega ekkert um mig né mitt starf með Samtökum um líkamsvirðingu. Það ætti ekki að koma neinum á óvart miðað við hvað þú hefur litla þekkingu á líkamsvirðingarhugtakinu,“ ritar Tara Margrét í svari sínu til Gurrýjar sem hún birtir á facebooksíðu sinni fyrr í dag.

„Ef að þú heldur að ég sé einungis að gagnrýna en ekki fræða og valdefla líka þá hefurðu greinilega ekki kynnt þér það sem ég stend fyrir. Sem er bara í takt við annað sem þú hefur ekki kynnt þér eða haft áhuga á að kynna þér. Ég get ekki borið ábyrgð á hegðun þinni eða hvernig hún birtist fólki. Það gerir þú ein.“

Þá ítrekar Tara Margrét að enginn heilbrigðisstarfsmaður gæti vottað upp á þá aðferðafræði sem notast er við í þáttunum.

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir.
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir.

Mynd: Kristinn Magnússon

„Ætlið þið, sem fagfólk sem ber siðferðislega ábyrgð gagnvart skjólstæðingum ykkar, virkilega að yppa öxlum og láta sem ekkert sé? Ætlið þið að standa frammi fyrir fólki sem þið hafið skaðað, hlusta á það segja við ykkur: „það sem þið eruð að gera veldur mér líkamlegri og andlegri vanlíðan” og halda áfram að yppa öxlum? Eða það sem verra er segja þessu fólki að það sé bara að bulla? Afneita upplifunum þeirra og reynslu, ásamt hegðun ykkar? Hvernig samræmist það faglegri skyldu ykkar sem lærðir einkaþjálfarar? Eða einfaldlega siðferðisvitund ykkar sem manneskjur?

Þessi hegðun er skýrasta birtingarmyndin af því hvernig þið horfið á feitt fólk. Þið notfærið ykkur þennan jaðarhóp til að feta upp metorðastigann og skapa nöfn fyrir ykkur sjálf. Ekki reyna að segja að ykkur þyki vænt um fólkið sem þið smánið og niðurlægið fyrir framan myndavélarnar. Ekki reyna að afsaka ykkur með því að þetta sé bara “tough love”. Það er búið að rannsaka það líka og það hefur þveröfug áhrif,“ bætir Tara Margrét við en hún segir aðferðafræði þáttanna í beinni mótsögn við það sem vitað sé um holdafar og heilsu.

„Þið eruð ekki að vinna faglegt starf sem er í samræmi við gagnreyndar aðferðir. Og þegar ykkur er bent á það, hvað gerið þið þá? Jú þið farið í útvarpsþátt til að drulla yfir gagnrýnendur ykkar á ómálefnalegan hátt. Og haldið þannig bara sama striki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skilafrestur og inneignanótur sem renna út á tímum Covid-lokanna

Skilafrestur og inneignanótur sem renna út á tímum Covid-lokanna
Fréttir
Í gær

Víði versnar og var sendur í rannsóknir á Landspítala

Víði versnar og var sendur í rannsóknir á Landspítala
Fréttir
Í gær

Ekki bara ferðaþjónustan sem fer illa út úr heimsfaraldrinum

Ekki bara ferðaþjónustan sem fer illa út úr heimsfaraldrinum
Fréttir
Í gær

Faldi lambahryggi undir úlpunni á leið út úr verslun – Meintir innbrotsþjófar handteknir

Faldi lambahryggi undir úlpunni á leið út úr verslun – Meintir innbrotsþjófar handteknir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Salmann Tamimi er látinn

Salmann Tamimi er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sonur Sigríðar sífellt veikur vegna mygluskemmda í Fossvogsskóla

Sonur Sigríðar sífellt veikur vegna mygluskemmda í Fossvogsskóla