fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FréttirLeiðari

Nöturleg landkynning

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 6. janúar 2017 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vímuefnalaust Ísland“ var galvaskt markmið hér á árum áður og viðmiðið var þá sett við árið 2000 og 2007. Auðvitað tókst ekki að gera Ísland fíkniefnalaust á þessum árum og mun örugglega aldrei takast. Sum markmið eru einfaldlega ekki raunhæf. Hinn hreinskilni og röggsami þingmaður Pétur heitinn Blöndal minntist á átakið „Vímuefnalaust Ísland árið 2000“ í ræðu á Alþingi árið 2011 og sagði það „sennilega ömurlegasta átak sem ég hef kynnst af því að það var fyrirfram dæmt til að mistakast.“ Þarna mælti Pétur Blöndal rétt, eins og hann gerði ansi oft.

Það er þó engin ástæða til að gefast upp í baráttunni við fíkniefna- og eiturlyfjavandann því það hlýtur að vera gott markmið að forða sem flestum frá því að ánetjast hættulegum efnum. Fíkniefni hafa lagt ótal líf í rúst, ekki einungis skaðað eða deytt þá sem þeirra neyta heldur kallað ógæfu yfir ótal fjölskyldur.

Nú er svo komið fyrir okkur að Reykjavík er orðin fjórða mesta amfetamínborg Evrópu. Þetta sýnir skýrsla eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn. Nýleg rannsókn Arndísar Sue-Ching Löve í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands staðfestir einnig mikla neyslu amfetamíns í borginni.

Yfirleitt eru Íslendingar nokkuð roggnir þegar þeir lenda ofarlega á lista þar sem mælingar miða við það „mesta“ en að þessu sinni er engin ástæða til ánægju. Við hljótum að hrökkva við. Þetta er landkynning sem við kærum okkur ekki um.

Við viljum ekki að hingað streymi fólk sem komi gagngert til að komast í vímu í miðborg Reykjavíkur með sem flestum öðrum sem mæta þangað í sama tilgangi. Við viljum ekki að Reykjavík verði þekkt sem ein af hinum miklu dópborgum Evrópu. Hún virðist hins vegar vera komin nokkuð á veg með að verða það.

Slagorð eins og „Vímuefnalaust Ísland“ leysir engan vanda. Fíkniefnavandinn verður heldur ekki leystur með refsistefnu þar sem þeim sem gerast sekir um neyslu er kastað í steininn eða þeir beittir háum sektum. Við eigum ekki sjálfkrafa að stimpla fíkla sem glæpamenn, nærtækara væri að líta á þá sem sjúklinga og um leið er lögð áhersla á lækningu.

Fréttir af stórfelldri amfetamínneyslu í Reykjavík kalla á viðbrögð og umræðu um fíkniefnavandann og hvernig rétt sé að bregðast við honum. Lausnir blasa ekki við en forvarnir, sem miða þá að því að ná til ungs fólks, hljóta að skipta einhverju máli. Við getum ekki tekið fréttum eins og þessum með því einu að yppta öxlum og sitja aðgerðarlaus hjá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis