fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Erfið vegferð

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 13. janúar 2017 08:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ástæða til að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og vart veitir henni af góðum óskum því margt bendir til að hún eigi erfiða vegferð fyrir höndum. Nýr forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, segist vonast til að málamiðlanir muni nást við stjórnarandstöðuna í stórum málum og þar takist að fá alla um borð. Það er alltaf gott að hafa bjartsýni með í farteskinu en engin sérstök ástæða er til að ætla að Bjarna verði að þessari ósk sinni. Stjórnarandstaðan hefur þegar sett sig í stellingar og ekki líkleg til að veita stjórninni nokkur grið.

Úrslit kosninga voru sigur fyrir hægri- og miðjuöfl í stjórnmálum. Ljóst var að þjóðin var ekki að biðja um vinstri stjórn, en þeir sem vilja slíka stjórn hljóta að klóra sér í kollinum yfir dugleysi Vinstri grænna eftir kosningar en flokkurinn sýndist vera fullkomlega áhugalaus um að komast til áhrifa. Stjórnmálaflokkar vilja komast til valda og hafa áhrif, en Vinstri græn virtust sérkennileg undantekning frá þeirri reglu. Þar á bæ er eins og litið sé á málamiðlanir í ríkisstjórnarviðræðum sem svik við heilagar hugsjónir.

Það var ekki fyrr en viðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar voru á lokametrunum sem einhverjir flokksmenn Vinstri grænna rönkuðu við sér og tóku af nokkurri ákefð, ásamt Framsóknarflokki, að stíga í vænginn við Sjálfstæðisflokkinn. Þá var það orðið of seint. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks var kostur í stöðunni, en hik Vinstri grænna gerði út um þær hugmyndir. Það er gremjulegt fyrir Vinstri græn og ekki síður fyrir Framsóknarflokkinn. Þessir flokkar munu hafa hátt í stjórnarandstöðu, en um leið er vitað að þeir vildu gjarnan vera á sama stað og Viðreisn og Björt framtíð.

Myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er í takt við vilja stórs hóps kjósenda en um leið er ríkisstjórnin með minnsta mögulega meirihluta. Sú staðreynd mun vera vatn á myllu stjórnarandstöðunnar sem mun leita markvisst að tækifærum til að veikja stjórnina. Um leið er mikilvægt að stjórnarliðar standi þétt saman og láti gagnrýni ekki slá sig út af laginu. Þegar eru vangaveltur manna á millum um það hvaða stjórnarþingmaður sé líklegur til að hlaupast undan merkjum og fella eigin ríkisstjórn. Þeim spekúlasjónum mun ekki linna í bráð enda hafa einstaka stjórnarliðar gefið þeim byr undir báða vængi með óvarlegum yfirlýsingum. Það hefði verið heppilegra fyrir ríkisstjórnina að svekktir þingmenn sem ekki fengu ráðherrasæti hefðu ekki hlaupið í fjölmiðla og básúnað óánægju sína heldur átt kurteislegt tal við formann sinn og kvartað við hann á einkafundum.

Ríkisstjórnin verður undir smásjá stjórnarandstöðu, fjölmiðla og almennings. Hún mun örugglega ekki fara í umfangsmiklar kerfisbreytingar en takist henni að varðveita efnahagslegan stöðugleika, sýna í verki að hún vilji efla heilbrigðiskerfið og hugi að hag neytenda, þá er hún allavega ekki á rangri leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ísland komið á gráan lista um peningaþvætti – Í félagsskap með Mongólíu og Simbabve

Ísland komið á gráan lista um peningaþvætti – Í félagsskap með Mongólíu og Simbabve
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Linda P. í leigustríði: Seldi húsið rétt fyrir gjaldþrot en leigir það samt út – Leigjandi telur sig svikinn

Linda P. í leigustríði: Seldi húsið rétt fyrir gjaldþrot en leigir það samt út – Leigjandi telur sig svikinn
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðni pirraður: „Hátt í tvær klukkustundir úr Ártúnsbrekku niður í Vatnsmýri“

Guðni pirraður: „Hátt í tvær klukkustundir úr Ártúnsbrekku niður í Vatnsmýri“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Móðir Starkaðar svarar Guðmundi – Alvarlegt að saka fólk um falsskrif og veitast að barni

Móðir Starkaðar svarar Guðmundi – Alvarlegt að saka fólk um falsskrif og veitast að barni
Fréttir
Í gær

Brennheitt vatn steymir upp úr hitaveituholu hjá golfvellinum í Grafarvogi

Brennheitt vatn steymir upp úr hitaveituholu hjá golfvellinum í Grafarvogi
Fréttir
Í gær

Faðir þolanda nauðgunar lofsamar grein Áslaugar Örnu – Sakar Hildi og Sóleyju um orðhengilshátt

Faðir þolanda nauðgunar lofsamar grein Áslaugar Örnu – Sakar Hildi og Sóleyju um orðhengilshátt
Fréttir
Í gær

Hval rak á land í Grindavík

Hval rak á land í Grindavík