fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Jóhann Björn faldi kveikjarann í rassinum: „Fjarlægður úr fötum með valdi“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 28. september 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fangavörður sem var ákærður fyrir að hafa beitt Jóhann Björn Guðmundsson, fanga á Litla-Hrauni, ofbeldi var fyrr í dag sýknaður. Í dómnum kemur fram að Jóhann Björn hafi ítrekað verið staðinn að verki að við að kveikja í klefanum sínum. Dómari mat það svo að það væri ásetningur hjá Jóhanni Birni þar sem hann faldi kveikjarann í endaþarmi sínum.

DV hefur áður greint frá því að Jóhann Björn sé sífellt að kveikja í klefanum sínum en fangavörðurinn var sakaður um að hafa farið offörum í að slökkva eldinn sem kviknaði klefa Jóhanns Björns. „Segir í skýrslunni að farið hafi verið inn á klefann með slökkvitæki og eldurinn slökktur.

„Brotaþoli hafi ítrekað verið beðinn um að afhenda kveikjarann en hann hafi neitað og hafi hann því verið fjarlægður úr fötum með valdi og hafi kveikjarinn verið hálfur upp í endaþarmi hans. Tekið er fram í skýrslunni að brotaþoli hafi verið til ófriðs alla helgina og hafi samfangar hans kvartað yfir litlum svefnfriði og því hafi þolinmæðin verið búin gagnvart látum hans,“ segir í dómi.

Jóhann Björn kom fyrir dóm og kom af fjöllum.

„Brotaþoli kom fyrir dóm og skýrði svo frá að honum hefði verið sagt að komið hefði upp eldur en það hefði ekki verið af hans völdum. Hann gat ekkert frekar borið um málsatvik og virtist ekki hafa hugmynd um það um hvað mál þetta snerist,“ segir í dómi.

Fram kemur að umræddur fangavörður hafi skýrt svo komið hafi tilkynning kl. 23:30 um háreysti í klefa 121 þar sem Jóhann Björn var. Sagðist fangavörðurinn hafa farið inn í klefann og beðið Jóhann Björn að „hætta þessu.“ Jóhann Björn hafi verið með hróp og köll og spörk og læti. Var Jóhann Björn í kjölfarið færður í aðskilnað í annað hús og settur í öryggisklefa en við leit á honum fannst ekkert. Skömmu síðar kom tilkynning um að eldur væri kominn upp í klefanum Kvaðst fangavörðurinn hafa náð grípa slökkvitæki úr varðstofunni og slökkva eldinn. Sagði hann að reykur og kóf hafi verið í klefanum og eftir að hann hafi sprautað á eldinn hafi hann snúið sér að Jóhanni og sett smá bunu framan á hann líka. Sagðist hann jafnframt hafa krafið Jóhann Björn um eldfærin en Jóhann hafi stöðugt neitað að vera með eitthvað. Sagði fangavörðurinn að í kjölfarið hafi þurft að taka hann úr fötunum og þá hafi fundist kveikjari í endaþarmi hans.

Sagði fangavörðurinn að Jóhann Björn hefði verið búinn að vera mikilla vandræða og með háreysti og læti. Þá sagði hann ekki hafa verið getið um þetta atvik í fyrstu skýrslu um málið enda hafi hann talið þetta eitthvað sem ekki skipti máli, skýrslan hafi átt að snúast um það að brotaþoli hafi kveikt eld og hafi hann stofnað fjölda manns í hættu. Kvað hann það hafa verið í lagi að sprauta á Jóhann Björn ef það hefði verið eldur í honum. Þá kvaðst hann hafa verið á blindur á vinstra auga á þessum tíma og því ekki séð sérstaklega það sem snúið hafi að Jóhanni þannig að hann ætlaði ekki að útiloka það. Hann kvaðst hafa farið í aðgerð 5. janúar síðastliðinn og væri nú með 40 til 50 prósent sjón á auganu.

Fram kemur í niðurstöðu dómsins að Jóhann Björn hafi tvívegis með skömmu millibili kveikt eld í klefa þeim sem hann var vistaður í og því greinilegt að það var eindreginn ásetningur hans að halda þeirri iðju áfram, enda hafði hann falið kveikjara í endaþarmi sínum. Fangaverðinum hafi verið bæði rétt og skylt að fara inn í klefann með slökkvitæki og slökkva þar eld sem þar logaði. Þá var tekið fram að atburðarásin var ekki tekin til lögreglurannsóknar fyrr en að liðnum tæpum þremur mánuðum frá atvikinu og gæti það haft áhrif á minni ákærða og vitna.

Litið var til þess að fangavörðurinn útilokaði ekki að einhver glóð hafi verið á Jóhanni Birni og hafi svo verið var það að meinalausu að slökkva í henni með því að beina bununni að honum. Einnig var litið var til þess að reykur og kóf var inni í klefanum og fangavörðurinn þar að auki sjónlaus á vinstra auga. Því taldi dómurinn það ósannað að ásetningur fangavarðarins hafi verið að meiða Jóhann Björn. Einnig var því hafnað að hann hefði ekki gætt lögmætra aðferða og farið offari. Hann var því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“