fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Magnús Ólafur kærður: Grunaður um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 11. september 2017 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Ólafur Garðarsson fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicom er grunaður um refsiverða háttsemi. Stjórn United Silicon hefur sent kæru til Embættis héraðssaksóknara en Magnús er grunaður um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá United Silicon. Kæran byggir á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 og er lögð fram í samráði við aðra hagsmunaaðila. Í tilkynningunni segir orðrétt:

„Upplýsingarnar sem nú koma fram eru afrakstur af vinnu við endurskipulagningu félagsins sem leidd hefur verið af nýrri stjórn sem tók við í febrúar. Hinn grunaði hefur enga aðkomu haft að rekstri eða stjórnun félagsins síðan í mars. Stjórn félagsins mun vinna með yfirvöldum að rannsókn málsins svo að upplýsa megi það sem fyrst.“

Starfsmenn hafa verið látnir vita um þá stöðu sem upp er kominn.

DV hefur áður fjallað um Magnús en í vor greindi dv.is frá því að Magnús hefði verið ákærður af Héraðssaksóknara, grunaður um vítaverðan akstur og valdið umferðarslysi á tvöföldum kafla Reykjanesbrautarinnar. DV ræddi við Magnús þann 3. mars og þvertók Magnús þá fyrir að hafa verið handtekinn.

„Ég bað lögregluna um far í vinnuna,“ sagði Magnús þegar hann var spurður hvers vegna lögreglan hefði ekið honum af slysstað. Hann kunni engar skýringar á því af hverju lögreglan vistaði hann í fangaklefa meðan á frumrannsókn málsins stóð. Síðan þá hefur bifreiðin verið í vörslu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi