fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Fáklædd ókunnug kona í stigaganginum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. júní 2017 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um tíuleytið í gærkvöld var tilkynnt til lögreglu um fáklædda konu sem enginn kannaðist við í stigagangi í húsi við Hverfisgötu. Konan var bara klædd í skyrtubol og skó og var í annarlegu ástandi. Hún gat ekki sagt til nafns og hafði engin skilríki. Konan var vistuð í fangageymslu lögreglu á meðan ástand hennar lagast.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu ásamt ýmislegu fleiru. Þar segir einnig frá því að um hálfellefuleytið var tilkynnt um innbrot í bílaleigu uppi á Höfða. Rúða var brotin, farið inn og bíllyklum stolið. Þjófurinn skarst á höndum við innbrotið og var töluvert blóð á vettvangi. Grunaður var síðan handtekinn í öðru máli í Breiðholti þar sem hann var með bíllyklana í fórum sínum. Maðurinn var í því máli vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Klukkan 18:14 í gærkvöld var ungur maður handtekinn í vesturbæ Kópavogs grunaður um húsbrot, líkamsárás og ölvun við akstur. Maðurinn var að lokinni sýnatöku vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Klukkan hálftvö í nótt var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Austurstræti, hafði verið að ráðast á fólk. Maðurinn var vistaður sökum ástands síns í fangageymslu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði